Átraskanir/Offita / Spurt og svarađ


Spurning:

Kallinn minn er alveg að gera mig bilaða þessa stundina, hann er alveg á hnefanum og ég bíð bara eftir næstu sprengu. Hann notar öll tækifæri til að rífast við mig svo hann fái afsökun til að drekka og það tekur rosalega á sálina mína. þetta er svo erfitt, hann er yndislegur strákur í alla staði en þessi spenna sem er í honum núna er alveg að fara með mig og ég er farin að sjá grasið grænna hinumegin.. vinkona mín og kallinn hennar eru búin að vera mjög dugleg að heimsækja mig og halda mér félagsskap, þar sem minn er á sjó og kallinn hennar er alltaf svo geðveikt næs við mig. alltaf að senda mér sms um að honum finnist svo leiðinlegt að sjá hvað ég er leið því ég sé svo æðisleg stelpa og svona... í mínum augum núna er hann alveg draumakærasti, hann er heilsufrík, drekkur helst ekki nema við einstaka tilfelli og er alltaf að gera eitthvað fyrir vinkonu mína og mig langar svo í svona hluti. en í staðinn þá valdi ég mér þetta! mannesku sem er rosalega veik. mér finnst bara svo leiðinlegt að þegar ég er farin að vinna svona rosalega í sjálfri mér með því að mæta á alanon fundi og mér er farið að geta liðið miklu betur að hann skuli ekki reyna að gera það líka því það væri miklu auðveldara. og hann er alltaf með það hugafar að hann hafi sko alveg stjórn á þessu og honum finnst alltí lagi að fá sér í nefið einstaka sinnum. ég er bara svolítið veik núna og er að halla mér svolítið í vitlausa átt sem gæti eyðilagt allt fyrir mér. ég er bara alveg ráðalaus og veit ekkert hvað ég á að gera.


Svar:

Sæl

Ég biðst afsökunar á síðbúnu svari, en það er ekki auðvelt að svara svona lýsingu.

"Kallinn minn er alveg að gera mig bilaða ..." hljómar eins og þú sért varnarlaus þolandi, "ég bíð bara eftir næstu sprengju".

"Hann er yndislegur strákur... en þessi spenna sem er í honum..." er vísbending um ást og skilning á því að manninum líði illa.

Til þess að finna betur út úr þessum fjölþætta vanda legg ég til að þú leitir ráða hjá kvenkyns sálfræðingi. Para- hjónameðferð gæti verið næsta skrefið.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.