Átraskanir/Offita / Spurt og svarađ

Út úr vítahringnum


Spurning:

Hæhæ! Ég er 16 ára stelpa og er að spá í einu í sambandi við átröskun og matarvandamál. Málið er að ég er sjálf föst í einhverjum svona vítahring og gjörsamlega VERÐ að telja allar kaloríur og allt ofan í mig. Og helst verður dagskammturinn að vera undir 1000 kaloríum, sem ég veit að er of lítið. En núna er ég komin í annað umhverfi, útaf sumarvinnu, og er búin að standa mig að því að ráða ekkert við þetta, ég borða sem sagt alltof mikið, meira en ég þarf, og líður gjörsamlega ömurlega útaf því. Mér gengur ekkert að jafna kaloríuinntökuna yfir daginn, eins og ég var að reyna að gera til að hætta þessu ofáti en borða samt sem áður nóg (sem sagt um 2000 kcal). Sætuþörfin hjá mér hefur líka aukist um 300 prósent svo að ég stend mig oft að því að gúffa í mig allskona nammi og drasli. Þyngdin hefur líka e\'ð sveiflast í öllum þessum látum og ég hef líklega e\'ð grennst. Það væri æðislegt ef þið gætuð gefið einhver góð ráð eða eitthvað því ofan á allt annað er ekki nokkur leið að tala um þetta við þá sem ég treysti fyrir því.


Svar:

Sæl

Eins og þú segir sjálf ertu föst í vítahring. Ef þú skoðar útkomuna úr þessari áráttu að telja kaloríur virðist þessi aðferð ekki virka á þig. Í mörgum tilvikum er eins og megrun og þráhyggja um (of)þyngd auki enn frekar á vandann og stuðli að átröskunum.
Það er kominn tími til að skoða aðrar leiðir, reyna eitthvað annað. Sálfræðingurinn Linda W Craighead hefur þróað aðferð sem hún kallar Appetite Awareness Training. Ég veit að Auður Gunnarsdóttir sálfræðingur býður upp á meðferð sem byggir á aðferð Lindu. Ég ráðlegg þér eindregið að hafa samband við Auði, sími hennar er 895 5504.

Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.