Átraskanir/Offita / Spurt og svarađ

Átröskun


Spurning:

Ég er 14 ára stelpa sem 180 cm og 53 kg. Ég held alvarlega að ég eigi við anoraxíu að stríða. Ég borða vanalega ekkert á morgnanna, og stundum borða ég peru eða banana í hádeiginu, á kvöldin reyni ég að komast hjá því að borða, þó að mamma reyni að fá mig til að borða. Ef ég borða eitthvað meira heldur en tvær brauðsneiðar þá æli ég á kvöldin. Ég fer oft kl 5-hálf sex að sofa, svo að ég þurfi ekki að borða kvöldmat. En ef ég fer ekki að sofa fyrir kvöldmat , þá sofna ég oft kl 3-4 á nóttunni, og vakna stundum kl 6 til að setja á mig meik og svona. Síðan heldur rútínan mín áfram, enginn morgunmatur of svona.´ Ég er oft búin að reyna að borða eitthvað, þá æli ég bara. einhver ráð!!!


Svar:

Sæl

Það er nauðsynlegt fyrir okkur að borða hollan og næringaríkan mat til að halda orku og einbeitingu.  Ég get ekki metið ástand þitt en Anorexia er sjúkdómur sem sérfræðingar verða að meðhöndla, en það geta verið fleiri ástæður fyrir því að geta ekki borðað, td kvíði. Það sem þú lýsir er ekki nógu gott munstur og ráðlegg ég þér að tala um þetta við mömmu þína og finna góðan lækni sem getur skoðað þig.  Það væri líka gott fyrir þig að fá tíma hjá skólasálfræðingnum og ræða þetta við hann/hana.

Gangi þér vel.

Kveðja

Gréta Jónsdóttir

Fjölskyldu- og hjónaráðgjafi

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.