Átraskanir/Offita / Spurt og svarađ

Matarlyst


Spurning:

Hæ, ég er 15 ára stelpa, í kjörþyngd, og er búin að stríða við soldið af andlegum vandamálum. En það sem ég var að velta fyrir mér núna er að á tímabilum þá borða ég lítið, eða minna en venjulega, en svo núna er þetta allt svona að rétta úr sér og ég ét eins og hestur, og þá meina ég miklu miklu meira en áður, finnst mér, og ég er alltaf svöng, og hef mikla matarlyst. Þetta er búið að valda mér svolitlum áhyggjum og kvíða, en er þetta eðlilegt? eða er ég kannski bara búin að ná mér í enn einn andlega sjúkdóminn?


Svar:

Sæl

Það er ekkert óeðlilegt við að matarlyst okkar sé mismunandi.  Stundum líður okkur vel og stundum ekki nógu vel.  Ef þú hefur verið kvíðin eða þunglynd þá getur matarlystin verið mismunandi, minni eða meiri. Stundum þegar okkur finnst við vera svöng þá getur líkaminn verið að kalla eftir vökva.  Skoðaðu hvort þú ert að fá nægan vökva yfir daginn.  Borðaðu hollan mat, ávexti og grænmeti til að halda meltingunni í lagi og fá nóg af næringarefnum.  Drekktu vatn frekar en gosdrykki.

Gangi þér vel.

Kveðja

Gréta Jónsdóttir

Fjölskyldu- og hjónaráðgjafi 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.