Átraskanir/Offita / Spurt og svarađ

ADHD


Spurning:

Góðan dag, gott fólk. Sonur minn er með ADHD og er á lyfjameðferð hjá Stefáni Hreiðarssyni, nú er málið þannig að sonur minn hefur verið frekar lélegur í stærðfræði alla skólagönguna og var með í kringum töluna 1 í öllum stærðfræðiprófum í vetur. Hann var í 9. bekk. Hann hefur aldrei verið svona lár í stærðfræði, svo ég er að spá í hvort hann sé með reikniblindu eða hvað sem það er kallað, eða hvort breytingin í skólanum veldur þessu. Það urðu miklar breytingar þegar hann byrjaði í 9. bekk, þá var þremur skólastofum breytt í eina með að brjóta niður veggi, kennt er sitthvort fagið í hópum og mig grunar að þetta rugli hann talsvert, enda hefur hann lækkað í öðrum fögum líka. Hvað get ég gert og hvar á ég að byrja á að leita okkur hjálpar.


Svar:

Sæl

Lyfjameðferð við ADHD virkar oft þannig að barnið verður móttækilegra fyrir kennslu og uppeldi. Auk lyfjanna þarf oft að huga að umhverfinu og mæta ýmsum sérþörfum. Það getur líka verið að nemandinn þurfi hjálp til að vinna upp það sem hann hefur orðið á eftir með á tímabilinu þegar athyglin var ekki í lagi. Breyting á skólastofum eins og þú ert að lýsa er líkleg til að torvelda einbeitingu og draga úr ávinningi af lyfjameðferð. Ég legg til að þú hafir samband við skólastjórann sem fyrst. Það er líklegt að það þurfi að skoða möguleika á stuðningi í stærðfræði auk þess að ræða hvers konar kennsluumhverfi hentar best. Það er góð hugmynd að ræða þetta sem allra fyrst þannig að það verði gengið í málið áður en skólinn byrjar í haust.

Með kveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.