Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Kvíđi og depurđ?


Spurning:

Hæ Ég er 16 ára stelpa og það er frekar stutt í þráðinn hjá mér , að ég fari að gráta, verð pirruð, leið og fl. Það má varla segja neitt við mig áður en ég fer að háskjæla, en vandamálið er að ég á kærasta sem ég elska útaf lífinu og hann hefur hjálpað mér alveg ótrúlega, en það er málið að ég er að seta svo mikkla pressu á hann, græt alltof mikið og þarf að vita hvar hann er bara hvenær semer og hver hann fer , ef ég veit ekki hvar hann er þá fer ég í panic og er grátandi í meira en hálftíma og þegar ég næ í hann verð ég ofsapirruð að hann lét mig ekki vita. Og þá verður hann pirraður af vittleisuni í mér og ég fer að gráta bara enn meira og verð máttlaus og orkulaus.. Ég þarf virkilega hjálp hvernig ég get losnað við þetta óþarfa kvíða og panic , svo ég missi ekki kærasta minn í þessa vittleisu :( þvi hann er eina sem heldur mér uppi :/ og líka fæ oft panic köst í skólanum , græt oft á morgnana þegar ég vakna og þarf að fara í skólann , sef lítið og er mest leiti bara döpur og leið.


Svar:

 

Sæl

Miðað við þá líðan sem þú lýsir  - stuttur þráður, grátgirni, pirringur, depurð, áhyggjur og kvíðaköst - finnst mér líklegt að þú glímir við kvíða og/eða depurð. Það gæti verið gott ráð fyrir þig að leita þér aðstoðar hjá fagaðila (heimilislækni, geðlækni, sálfræðingi), í ljósi þess að vanlíðan þín virðist vera farin að há þér verulega. Þannig getið þið í sameiningu greint vandann betur og fundið leiðir til að bæta ástandið.

Gott er að hafa í huga að það að ná bata og betri líðan er fyrst og fremst eitthvað sem þú ættir að gera fyrir sjálfa sig og líta á sem eins konar fjárfestingu til framtíðar. Það að þér líði vel hefur síðan jákvæð áhrif á samskipti þín við þitt samferðarfólk, t.d. kærastann.

Á www.persona.is er fjöldi greina um kvíða og depurð sem gæti verið fróðlegt fyrir þig að kíkja á.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur.

 

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.