Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Depurđ ađ loknu sumri


Spurning:

Er ég eitthvað Klikkaður eða er það eðlilegt að verða þunglyndur þegar sumarið er búið?


Svar:

Sæll

Fyrst langar mig að taka fram að það er alls ekki merki um klikkun að upplifa neikvæðar tilfinningar, hvort sem um er að ræða depurð að loknu sumri eða í tengslum við aðra hluti. Það sem máli skiptir er fyrst og fremst að vera meðvitaður um hugsanir sínar og tilfinningar og vera tilbúinn að takast á við þær í þeim tilgangi að breyta líðan sinni í jákvæða átt.

Árstíðatengt þunglyndi (seasonal affective disorder) er þekkt fyrirbrigði sem hérlendis er oftast kallað skammdegisþunglyndi (þótt það geti tengst öðrum árstíðum líka).  Einkenni skammdegisþunglyndis geta m.a. falist í erfiðleikum við að vakna, orkuleysi, einbeitingarskorti, aukinni löngun í sætindi eða kolvetnisríka fæðu, svartsýni og minnkaðri félagslegri virkni.

Hins vegar er einnig algengt að fólk upplifi ákveðna eftirsjá eða væga tímabundna depurð þegar sumarfríið er á enda og við tekur tímabil sem reynist mörgum erfiðara og kvíðvænlegra, með yfirvofandi kulda, myrkri, ábyrgð og skyldum - án þess að um eiginlegt þunglyndi sé að ræða.

Hvort heldur er um að ræða tímabundinn leiða vegna vetrarkomunnar eða um eiginlegt skammdegisþunglyndi er mikilvægt að passa svefninn, hafa rútínu á hlutum, hreyfa sig vel og borða orkuríkan og hollan mat.  Einnig er gott að nýta dagsbirtuna til útiveru og sumum líður betur með því að nota dagsbirtulampa innandyra í mesta skammdeginu.  Ef fólki finnst það hins vegar ekki ráða við aðstæðurnar eða depurðin eykst væri ráð að leita aðstoðar hjá sálfræðingi eða lækni.

Bestu kveðjur og gangi þér vel.
Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur.

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.