Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Ţunglyndi - áhrif á sambúđ


Spurning:

Góðan daginn Mig vantar smá upplýsingar. Ég bý með manni sem hefur glímt við þunglyndi í mörg ár. Við erum búin að vera saman í rúm 2 ár. Eigum ekki barn saman en erum með sitthvort barnið. En málið er að nú er bara staðan orðin þannig að þetta er allt saman orðið mjög tæpt. Ég fæ hann ekki til að tjá sig við mig. Þegar hann fer á niðurtripp þá get ég ekkert gert fyrir hann því að hann vill ekki eða getur ekki sagt mér hvernig ég á að díla við hann á meðan. Mér finnst hann mjög oft leyta mikið í áfengi þegar honum líður illa. En ég fæ hann ekki til að viðurkenna það. Og oft er það þannig að það er ekki bara einn bjór. Þegar hann er byrjaður á annað borð þá bara verður hann að fá sér meira. Gott dæmi um það eru síðustu jól. Það var opnuð ein rauðvín með matnum. Og áður en ég vissi af þá var hann kominn á flösku 2 (hann var einn að drekka) og orðinn vel hífaður. Hann getur ekki farið í bað öðruvísi en með bjór með sér. Ef við förum út úr húsi að kvöldi til þá nánast undantekningalaust fær hann sér bjór. Hann lenti í smávægilegu slysi um daginn og hann var ekki í ástandi til að keyra en hann var í ástandi til að fá sér bjór svo að hann gæti slakað á. Hann sefur rosalega mikið og ef ég myndi ekki draga hann á fætur á morgnana þá stæði hann ekkert upp fyrr en einhvern tíman seint og síðar meir og ef hann vaknar snemma þá leggur hann sig á daginn. Og oftar en ekki þá er að hann að skríða í rúmið milli 3 og 4 á næturnar því að hann svaf svo mikið um daginn. Ég er búin að reyna allt að fá hann til að gera eitthvað sem að honum finnst gaman en það er ekki að ganga neitt svakalega vel. Hann er í meðferð hjá geðlækni en hann er ekkert að mér sýnist að vinna í hlutunum þegar hann kemur heim. Og ég er margoft búin að biðja hann um að biðja þennan lækni sem að hann er hjá að hjálpa mér að skilja þetta. En svörin sem að ég fæ alltaf eru bara ég má ekkert segja þér frá meðferðinni. En það er ekki það sem að ég er að sækjast eftir. Heldur vantar mig að vita hvernig ég á að bregðast við þegar honum líður illa. Ekki bara sitja og horfa á það gerast og láta fjölskyldulífið gjalda fyrir það. Hann er helgarpabbi og þegar barnið er hérna hjá okkur þá er þetta nánast eins og helvíti á jörð. Hann hefur alltaf látið allt eftir barninu en svo þegar kom að því núna að það var stoppað af þá fór allt til andskotans. Barnið er farið að beita ofbeldi út af afbrýðissemi og oftast er það mitt barn sem verður fyrir barðinu á því. Og þetta er einfaldlega að sundra þessu sambandi. Þetta er svona í hnotskurn hvernig hlutirnir eru. Þannig að það sem mig vantar að vita er hvernig ég á að tækla manninn. Eða er þetta bara orðið lost kays hjá mér? Vonandi getið þið gefið mér einhver svör. Fyrirgefið en ég fann bara ekki styttri leið til að koma þessu frá mér


Svar:

Sæl

Þunglyndi leiðir oft af sér vítahring eða er hluti af vítahring. Þunglyndið reynir oft á þolinmæðina í makanum, sérstaklega þegar hinn þunglyndi er viðskotaillur. Hinn þunglyndi hefur oft minna að gefa, sem dregur úr ánægju í sambandinu, erfiðleikar í sambúð leiða svo aftur til meira þunglyndis o.s.frv. Áfengi nota margir sem "lyf" við þunglyndi, en það er reynsla flestra að það virki ekki nógu vel til lengdar.

Ég legg til að þú hafir samband við geðlækni mannsins og segir honum hvernig málið horfir við þér. Best væri ef þið væruð ásátt um að fara saman til hans. Þið þurfið að taka afstöðu til þess hvort þið viljið bjarga sambandinu. Það er líka vitað að oft versnar þunglyndi enn meira við skilnað. Allt þetta bendir í þá átt að það sé nauðsynlegt að taka á sambúðarerfiðleikum ykkar til þess að ná meiri árangri í baráttunni við þunglyndið. Það sama gildir um það að hvaða leyti áfengisneysla tengist þunglyndinu, er það sjálfstætt vandamál eða hluti af þessum vítahring? Geðlæknirinn mundi væntanlega taka afstöðu til þess hvað hann telur rétt að gera og hvort hann tekur það að sér eða vísar ykkar annað í hjónameðferð.

Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur
www.persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.