Kvíđi / Spurt og svarađ

Áfangasigur


Spurning:

Ég er 26 ára gömul og er að hætta á seroxat (í annað skiptið, þurfti fyrst að vera á því í rúmlega 1 ár þegar ég var 17 ára) eftir 6 mánaða notkun. Ég hef þurft að nota það vegna þráhyggjuhugsana og kvíða. Ég er ekki að hætta á lyfjunum í samráði við lækni, vegna þess að ég er úti á landi og sá læknir sem mér var vísað til, fannst mér hreinilega ekki segja mér neitt meira en ég þegar veit, eftir að hafa aflað mér upplýsinga annarsstaðar frá. Þegar ég var 17 ára virkuðu lyfin mjög fljótlega, mér fór að líða betur og það eiginlega bara gleymdist að \"klára\" málið. Ári seinna hætti ég á lyfjunum og þurfti lítið að velta þessu fyrir mér meira. Fyrr en síðasta haust. Ég áttaði mig ekki á því að ég var/er alltaf kvíðin fyrir öllu og stressuð, en gerði ekkert í því, vegna þess að ég mundi hvað mér hafði liðið skelfilega þegar ég var 17 ára, og þetta var engan vegin í líkingu við það, og því fannst mér ekki vera nein ástæða til að leita mér hjálpar vegna þessa. Ég komst að því eftir að ég þurfti að taka seroxatið aftur, að kvíði og streita geta valdið því að áráttuhugsanirnar komi aftur. Ég var ekki tilbúin til að þurfa að eiga við þetta allt mitt líf og ákvað að taka sjálfa mig í einskonar atferlismeðferð, t.d að fara og skera niður eitthvað, þótt að ég væri alveg skelfingu lostin við að sjá hníf af ótta við að missa stjórn á mér og gera e-ð af mér. Það gekk vel og, og mér hefur líka tekist að ná stjórn á kvíðaköstunum sem urðu nokkuð algeng síðasta haust. Fyrir rúmum mánuði síðan ákvað ég að ég vildi ekki vera á lyfjunum (fannst það í raun aldrei vera nauðsyn, vegna þess að áður en ég byrjaði á lyfjunum, var mér sjálfri að takast með aðstoð ættingja og vina að líða betur, en læknirinn minn vildi að ég færi samt á lyfin. Hann ávísaði einnig á mig róandi lyf fyrir kvíðaköstin, sem ég hef ekki þurft að nota hingað til og finnst ekki líklegt héðan af.) Ég kynnti mér málið á netinu og byrjaði að trappa mig af, var að taka 20mg á dag, en fór niður í 10 og svo 5mg á einum mánuði, og núna er ég ekki að taka neitt(hef ekkert tekið í viku). Ég veit að seroxat fer hratt úr líkamanum og ég finn hugsanlega fyrir meiri aukaverkunum en af öðrum lyfjum. Ég finn fyrir miklum svima, ógleði, stressi og miklum pirringi, mig dreymir illa og ég er orðin mjög döpur án nokkurrar ástæðu. Og svo er ég allt í einu farin að þurfa að telja sjálfri mér trú um að ég þurfi að athuga hlutina eða \"sannfæra mig um að ég sé ekki að fara að gera neitt\". Það hef ég ekki þurft að gera í langan tíma, en ég þarf að gera það núna þegar ég er stressuð og leið. Munurinn á mér núna og fyrir áramót er sá að þótt að þessar hugsanir læðist að mér, þá þarf ég ekkert að sannfæra mig mikið um að ég sé alls ekki snargeggjuð ofbeldismanneskja. Ég upplifi enga ofsahræðslu þó mér detti í hug e-ð slæmt. Ég er samt hrædd við hvað ég er stressuð og döpur núna, og að hugsanirnar geti fengið mig aftur til að efast, hræðir mig aðeins. Ég var aldrei þynglynd eða döpur að eðlisfari, áður en þetta tók sig upp aftur og ég er að velta fyrir mér hvort ég hafi verið að fara rangt að þessu, þ.e hvort ég hef haldið að ég væri orðin nógu góð þegar ég var það ekki? Og hvort að þetta sem ég er að upplifa núna séu fráhvarfseinkenni og mér fari að líða bráðum jafnvel aftur og eins og mér leið áður en ég hætti á lyfjunum? (haldið áfram að líða vel af sjálfsdáðum). Ég veit að þetta er löng og mikil spurning, en þessi eini læknir sem er í boði hérna er bara ekki að svara þessum spurningum sem mig vantar að fá svör við. Með fyrir fram þökk um svar.


Svar:

Sæl

Eins og ég skil þig hefur þú verið að vinna mikið í þínum málum sjálf og náð árangri með eins konar atferlismeðferð. Ég vil leggja áherslu á þann árangur og að þú gefir sjálfri þér hrós. Þú getur litið á þetta sem áfangasigur, þú hefur sótt fram gegn þráhyggju- árátturöskun og kvíða. Einn möguleiki er að líta svo á að það sé of mikið á stuttum tíma að hætta á seroxatinu líka. Það gerir líklega gagn við núverandi aðstæður. Þú getur þá frestað því að hætta á lyfinu í einhvern tíma.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.