Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Löng vanlíđan, en ţađ eru til ráđ...


Spurning:

hæ ég er 20 ára og er búin að líða illa frá því ég var c.a. 8 ára. ég þori ekki að tala við fólk yfir líða mín andlit við andlit en hef talað um þetta á msn og í gegnum sms við nokkra vini ég hef reynt að tala við foreldra mína en þeir hunsa mig bara og það særiri mig mjög mikið ég veit ekki hvað ég á að gera þori ekki að tala við sálfræðing eða geðlækni. ég hef reynt og hugsa oft um að fremja sjálfsmorð því þá er sársaukinn í hjartanu farinn og ég mun vonandi hvíla í friði vona að þið getið hjálpað eitthvað. ég er bara svo hrædd því ég fæ alltaf bara hunsun eða að þetta sé aumingjaskapur í mér


Svar:

Sæl(l)

Ég skil að þér hefur liðið illa í mjög langan tíma og það er kominn tími til að gera eitthvað í því!

1. Ef þú ert í sjálfsmorðshugleiðingum þá bið ég þig að staldra við og hugsa. Það er mikilvægt að muna eftir að skoða málin út frá fleiri en einu sjónarhorni, en þegar menn eru í sjálfsmorðshugleiðingum er oft hætt við að hrapa að ályktunum. Það gleymist oft að líta á fleiri möguleika. Alls konar vandi sem vex okkur í augum getur verið yfirstíganlegur eða við getum valið aðra leið fram hjá hindrunum. Á döprum stundum er stundum eins og við séum með bundið fyrir augun, sjáum ekki möguleikana heldur bara erfiðleikana.
Ég vildi líka benda þér á að öll erum við fyrirmyndir, t.d. yngri systkina eða frændsystkina og vina. Ef þú drepur þig þá er aðeins meiri hætta á að þeir sem hafa þig sem fyrirmynd geri það líka. Það er ótrúlega mikil sorg og sektarkennd sem situr eftir hjá ástvinum þeirra sem fyrirfara sér, það er alveg klárt mál að þú gerir þeim ekki neinn "greiða".

Hér er mikilvægast að leita sér sérfræðiaðstoðar, geðlæknir eða sálfræðingur, en þú getur líka byrjað á að tala við heimilislækninn.

2. Ef þér hefur liðið illa frá 8 ára aldri þá er tími til kominn að gera eitthvað í málunum. Ef þú þorir ekki að leita hjálpar þá er málið erfiðara. Ég legg til að þú byrjir á að tala við heimilislækninn, sem gæti vísað þér til sálfræðings. Hugsanlega þarftu lyfjameðferð til þess að komast út úr þessum vanda ásamt samtalsmeðferð.

3. Ég vil líka benda þér á að margir eiga erfitt með að koma sér af stað í meðferð, en þegar í meðferðina er komið þá gengur betur. Flestir sálfræðingar og geðlæknar kannast við erfiða byrjun, kannski er mesti sigurinn að koma sér af stað og leita sér hjálpar, hitt er "bara vinna".

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.