Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Ţrálátt ţunglyndi


Spurning:

Læknast maður aldrei af þunglyndi og kvíða? Góðan dag og takk fyrir frábæran vef. Mig langar að forvitnast um þunglyndi og til að gera langa sögu stutta þá hef ég þjáðst af þunglyndi í 9-10 ár en er þó ekki nema 24 ára gömul í dag. Ég hef lent í nokkrum áföllum og fl. og hef því verið á lyfjum við þunglyndi og kvíða síðan í janúar 2000 þó með einstaka hléum. Mér er farið að líða eins og tilraunadýri því ég held að ég hafi verið á í kringum 10- 12 tegundum lyfja. Getur langtímanotkun geðlyfja haft einvherskonar slæmar afleiðingar seinna meir? Núna er ég á cymbalta 30 mg, og einnig concerta 36 mg. þar sem ég var greind með ADHD árið 1998. Þó ég hafi í raun verið að gera allt sem ég á að gera og verið í stuðningi sökum þunglyndis o.s.frv. að þá virðist ég að einhverju leyti alltaf detta í sama pittinn aftur og aftur. Verð ég alltaf svona? Hvers vegna á ég erfitt með að finna ánægju af einhverju? Þarf ég alltaf að vera á lyfjum? Eruðráð sem þið mælið með að ég taki fyrir hjá sálfræðing, þarf að fara í gegnum alla fortíðina o.s.frv? Kveðja, Þreytta


Svar:

Sæl

Það eru nokkrir möguleikar sem mér finnst ástæða til að skoða:

a) Þú þurfir meðferð hjá sálfræðingi auk lyfjameðferðarinnar, bæði við þunglyndi og ADHD.

b) Hinn möguleikinn sem ég vil benda á er að þunglyndislyfin hafi ekki skilað nógu miklu og þess vegna sé skynsamlegt að reyna annað, en láta Concerta vera áfram. Breyta einu í einu. Að sjálfsögðu legg ég til að þú berir breytingar á lyfjum og hugsanlega að hætta á þeim undir (geð)lækninn þinn.

c) Læknast maður aldrei...? Aldrei að segja aldrei, eða það er góð hugmynd að halda í bjartsýnina. Hins vegar getur þunglyndi verið þrálátt og/eða komið aftur. Þá er mikilvægast að hafa í huga hvað við lærðum af síðustu niðursveiflu, er eitthvað sem þú getur notað núna?

Meðferð hjá sálfræðingi: Mér heyrist að þú hafir ekki verið í meðferð hjá sálfræðingi, en það er líklega kominn tími til að reyna. Lyfjameðferð ein og sér hefur ekki dugað samkvæmt lýsingu þinni.

Þarf að fara gegnum alla fortíðina...?  Það er hægt að setja fókusinn á líðan þína í dag, en fortíðin skiptir einhverju máli líka. Er hugsanlegt að það sé einhver þjóðsaga að sálfræðingar hafi mestan áhuga á að tala um fortíðina?

Hvers vegna á ég erfitt með að finna ánægju af einhverju? Það er eitt af því sem þarf að vinna með.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.