Tilfinningar / Spurt og svarađ

Barnavernd?


Spurning:

ég er nú bara 16 ára. og hafa sumir talað um heimilisofbeldi hjá mér... en þá aðalega andlegt. mikið rifrildi ógnanir og hótanir og ehv. en ég var að spá því að ég þarf að fá mér hjálp og svona... hvernig get ég fengið mér hjálp því mér líður nánast alltaf ílla... en foreldrar minir vita það ekki og ég vil ekki að þau viti afþví... er hægt að leysa þetta hjá mér án þess að foreldrar mínir koma í spilið?? eða verð ég bra að bíða til 18 ára aldurs til að gera ehv??(plízz svara sem fyrst)


Svar:

Sæl(l)

Ég skil að þér líði illa vegna þess að þér finnst þú beitt(ur) andlegu ofbeldi heima hjá þér?

Hvernig get ég fengið mér hjálp??

1. Þú getur talað við foreldra þína um að þér líði illa. Það getur verið að þú takir áhættu með því.

2. Þú getur talað við skólasálfræðinginn eða námsráðgjafann í skólanum þínum.

3. Talað við félagsþjónustuna í sveitarfélaginu þínu. Eða talað við velferðarsvið/ þjónustumiðstöð í Reykjavík. Þú gætir fengið viðtöl hjá sálfræðingi sem velferðarsviðið/félagsþjónustan mundi borga.

Þeð er líklegt að þessir aðilar vilji ræða við foreldra þína og hjálpa ykkur til að leysa málin. Ef foreldrar þínir vita ekki af vanlíðan þinni, þá mundu þeir líklega telja það nauðsynlegt að þau vissu af því til þess að geta hjálpað þér.

4. Er einhver innan fjölskyldunnar, eldra systkin, afi, amma, frænka sem þú gætir rætt við. Er hugsanlegt að einhver þeirra vilji styðja þig og hjálpað þér að ræða málið??

Með kveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.