Börn/Unglingar / Spurt og svarađ

Ađ takast á viđ kvíđa


Spurning:

er hægt að lækna kviða sem er buin að vera i 10 ar,er buin að prufa mikið af lifjum er lika a roandi annað slagið


Svar:

Sæl(l)

Eins og þú lýsir þá er hefur verið reynt í 10 ár að lækna kvíða þinn með lyfjum en ekki tekist.

Það eru til sálfræðilegar aðferðir sem hjálpa fólki að takast á við kvíðann. Það er ekki spurning um að kvíðinn hverfi, eða læknist algjörlega, heldur að þú stjórnir kvíðanum en ekki að kvíðinn stjórni þér. Við getum sagt að kvíði innan ákveðinna marka og aðstæðna er eðlilegur. Þegar kvíðinn fer að hamla okkur verulega getur það verið á því stigi að sérfræðingar kalli það kvíðaröskun. Með sálfræðilegum aðferðum er hægt að lækna kvíðaröskun þannig að kvíðinn helst á viðráðanlegu stigi. Sálfræðingar á www.persona.is eru með reynslu í því. Eins og þú lýsir þá hefur lyfjameðferðin ekki skilað viðunandi árangri í þínu tilfelli, þó það geti tekist í öðrum tilfellum.

Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur
Sérfræðingur í kliniskri sálfræði

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.