Tilfinningar / Spurt og svarađ

Róttćk breyting


Spurning:

Ég er 30 ára karlmaður og á við vandamál að stríða. Ég á svo erfitt með að segja satt - 100% sannleikann. Geri allt til að auðvelda mér hlutina þegar ég þarf að takast á við minnsta mál og lýg/ýki eða fegra hlutina allt til að koma sjálfum mér undan óþægindum. Ég á verulega erfitt með að takast á við smá og stór vandamál í einkalífinu án þess að ljúga sífellt. Ég er búinn að gengsýra líf mitt svo af smáum og stórum lygum að ég er að verða búinn að brenna allar brýr í kringum mig vegna þessa. Ég þori ekki að takast hreinskilnislega á við hverdagsleg samskipti við fólk. Vegna þessa þá er ég að missa frá mér konuna mína og fjölskylduna. Er búinn að reyna sjálfur að taka mig á en þetta er orðið mér svo tamt að ég segi stundum ómeðvitað ósatt. Hvað gengur að mér? og hvað á ég til bragðs að taka?


Svar:

Sæll

Ef þú ert kominn út í horn vegna lyginnar, þá er líklegt að þú sért móttækilegur fyrir meðferð.
Þetta er spurning um að sjá afleiðingar eigin gerða og horfast í augu við þær. Samhengi orsaka og afleiðinga í samskiptum er það sem þú ert að rekast á núna. Þú ert líklega með viðhorf sem leiða þig í ógöngur, en þeim er hægt að bretya. Þig skortir hugsanlega skilning og innlifun í tilfinningar annarra, en það eru atriði sem eru líka tekin fyrir í meðferðinni.

Ég tel sálfræðilega meðferð besta kostinn í stöðunni.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.