Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Depurđ


Spurning:

hææ. sko ég var að spá.. að ekki fyrir svo löngu fór ég send í þunglyndispróf útaf vissum ástæðum.. þegar ég fékk niðurstöðurnar var sagt að ég væri ekki með alvarlega þunglyndi en væri með kvíða og depurð... ég er búin að vera að skoða margt sambandi við kvíða og svona.. og búin að fræðast soldið um það... en mig vantar svona skilgreiningu hvað depurð er eiginlega :/ langaði að spurja hér þar sem mér finnst kjánalegt að spurja sálfræðing af því,, eða svona face to face... á mjög erfitt með að tala um vandamál mín nefnilega face to face... hvað er hægt að gera útaf því?? er núna hætt að tala við sálfræðinginn sem ég var með.. því ég var hrædd við hann.. :/


Svar:

Sæl

Með depurð er venjulega átt við dapurt hugarástand. Í þínu tilviki segir þunglyndisprófið að þú uppfyllir ekki skilyrðin fyrir þunglyndi, en Þú ert líklega með þunglyndiseinkenni. Það þarf ákveðinn fjölda einkenna til þess að þetta teljist eiginlegt þunglyndi, en færri einkenni geta líka verið vísbending um vanlíðan þó hún sé þá ekki á eins háu stigi og í eiginlegu þunglyndi. Mér finnst líklegt að depurðin sé ekki svo mikil að þú teljist vera með eiginlegt þunglyndi. Það er samt full ástæða til að meðhöndla þunglyndiseinkennin til þess að fyrirbyggja að þau valdi enn frekari erfiðleikum.

Er hugsanlegt að kvíðinn sé meira vandamál, en það er líka algengt að kvíði og þunglyndi fylgist að. Það er átak að tala um kvíðann, en ef við komum okkur hjá því þá erum við að fresta því að taka á vandanum. Legg til að þú ræðir þetta við sálfræðinginn, það að hætta að tala við hann áður en þú ert farin að takast á við vandann er ekki góð hugmynd.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.