Sambönd / Spurt og svarađ

Sćtta mig viđ??


Spurning:

Halló Ég er 23 ára kvk og hef verið í sambandi í 6 ár. Þar sem við byrjuðum saman ung er hann eini alvöru kærastinn minn. Við höfum ákveðið að reyna að eignast barn en síðustu daga hef ég verið að hugsa um framtíðina og reyna að greina hvað ég vill. Mér finnst eins og löngun mín til að eignast barn sé að skyggja á hvað mínar væntingar eru í sambandi. Við erum mjög ólíkar týpur, hann er mjög uppstökkur og getur orðið mjög skapvondur á meðan ég er róleg og vil gera allt í mínu valdi til að halda friðinn. Við erum með mjög ólíkar skoðanir þegar það kemur að trúbrögðum og væntingar til framtíðar. Þegar ég reyni að ræða um tilfinningarnar mínar verður hann mjög skapvondur og leikur sig sem fórnalambið ,,afhverju ertu með mér ef ég er svona vondur“. Þegar ég græt fæ ég enga huggun, helst verður hann reiður eða pirraður og segir mér að það þjóni engum tilgangi að gráta. Hann er með bunka af áhugamálum sem hafa verið þröngvuð upp á mig á meðan hafa mínum áhugamálum verið ýtt til hliðar. Eitt af mínum áhugamálum er að ferðast og er það eitthvað sem hann hefur engan áhuga á, en þegar við ferðumst erum við endalaust að gera það sem hann vill gera. Okkar heimilislíf einkennist af því að við sitjum hvor í okkar horni. Ég vil helst ekki hafa hann með þegar ég fer út að hitta fólk því þá hef ég endalaust áhyggjur hvort honum sé skemmt. Hann er mjög duglegur maður og er fljótur til að hjálpa öðrum á meðan allt sem þarf að gerast hjá okkur er lagt á hilluna. Heimilishaldið er algjörlega mín ábyrgð og þrátt fyrir að hann reyni að segja mér að hann geri fullt á heimilinu finn ég ekki fyrir hjálp hans (því hún er nánast engin þar sem hann er upptekinn að sinna áhugamálunum). Þegar það myndast óreiða er það mér að kenna. Kynlífið er ekki heldur upp á marga fiska (allt of fljótt sáðlát), þrátt fyrir að hann reynir að bæta það upp þá finnst mér eins og ég sé að missa af einhverju. Ég er orðin svo þreytt á að vera að fegra þetta samband fyrir öllum og vil koma é hreint hvernig þetta er í raun og veru. Það jákvæða sem við höfum er mikið traust og ég finn fyrir mikið öryggi hjá honum. Ég geri mig fullkomlega grein fyrir því að þessi vandamál eiga eftir að aukast ef barn kæmi í heiminn enn óttinn við að enda einn er mjög sterk. Er ég að sætta mig við lélegt samband eða eru þetta eðlileg vandamál í sambandi sem þarf að vinna í. Með fyrirfram þökk um svar


Svar:

Sæl

Spurning þín: "Er ég að sætta mig við lélegt samband": Ef ég skil lýsingar þínar og tilfinningar rétt, þá er svarið líklega já. Ólíkt fólk getur samt verið í farsælu sambandi ef ástin er sterk og fólk hefur vilja til að laga sig hvort að öðru.

Spurningin um "eðlileg vandamál í sambandi sem þarf að vinna í": Svar mitt við "hvað er eðlilegt": Ég vil tengja það því sem þér finnst þú geta sætt þig við og þar af leiðandi eru þetta vandamál sem er góð hugmynd að vinna í. Ef þér finnst meðferðarvinnan bera nógu mikinn árangur og þér finnst þú geta lagað þig að kærastanum og hann að þér þá er líklegra að þú verðir sátt við sambandið. Ef það gengur ekki svo vel, þá er það þitt að ákveða hvað þú vilt sætta þig við lélegt samband.

Með kveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.