Kvíđi / Spurt og svarađ

Ađvörunarkerfi - framhald


Spurning:

Herðu þetta er framhald af Aðvörunarkerfi.. ég hef verið að kljást við smá kvíða... og ég held að ég sé með félagsfælni eða ég sé svona virkilega feimin.. þori varla að borða nema fá mér eins og einhver annar... hvernig er hægt að takast á við kvíða án þess að fara í meðferð..


Svar:

Sæl

Spurning þín: Hvernig er hægt að takast á við kvíða án þess að fara í meðferð.

Sjálfshjálp eða einhvers konar fjarmeðferð eru helstu möguleikarnir.

Þú getur byrjað á að skoða stutt fjölrit (35 bls) sem heitir

AÐ TAKAST Á VIÐ KVÍÐA


Höfundur: FENNELL, MELANIE & BUTLER, GILLIAN
Útgefandi: FÉLAG UM HUGRÆNA ATFERLISMEÐFE
Útgáfuár: 2007
ISBN: 9979974710
Band: Paperback

Fæst í bóksölu stúdenta www.boksala.is (þú getur pantað hana gegnum netið).

Ef þú byrjar á því að lesa bókina og átta þig betur á ástandi þínu. Þá finnur þú hvað þú kemst langt með því að prófa hugmyndir úr bókinni. Þar með hefur þú betri möguleika á að ákveða hvaða framhald þú velur.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

 

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.