Kvíđi / Spurt og svarađ

Ađvörunarkerfi


Spurning:

herðu er að spá... nefniega ef e\'h skeður eins og núna rétt áðan var ég að elda og það kveiknaðist á brunakverfinu.. og er ég á heimavist... ég fór og sagði bra að ég væri að elda og allt i góðu.. en núna er ég með mikinn hjartslátt og skelf... ég á mjög erfitt með að tala við fólk og á mjög auðvelt með að skammast mín... mér líður oft ílla... ég á stundum mjög erfitt að mæta í skólann... sérstaklega núna þar sem ég þekki enga eiginlega :S.. ég fæ oft svona kvíðatilfinningu í magann án þess að vita afhverju ... hvað getur þetta verið :S


Svar:

Sæl

Ef ég skil þig rétt þá varstu að elda og það kom gufa eða reykur sem setti eldvarnarkerfið í gang. Viðbrögð okkar við kvíða geta verið eins og eldvarnarkerfið, geta gefið frá sér villuboð, en vara okkur líka við þegar mest á reynir.

Ef þér finnst þú þurfa að skammast þín vegna þessa atviks, þá er ólíklegt að hinum finnist þetta atvik neitt mál. Það að eldvarnakerfið fór af stað sýndi að það er í lagi. Hins vegar getur óttinn við að verða sér til minnkunar (eða að skammast sín í óhófi) verið mjög hamlandi og getur valdið því að við drögum okkur inn í skel. Mér heyrist það að byrja hjá þér. Það er góð hugmynd að taka strax á því. Það er engin skynsamleg ástæða til að skammast sín fyrir að setja eldvarnarkerfið í gang, það getur komið fyrir alla.

Kvíðatilfinning sem kemur yfir þig án þess að þú vitir af hverju. Þetta er vel þekkt vandamál og það er til meðferð við því, fleiri en ein. Ef þú ert í heimavistarskóla, er þá ekki námsráðgjafi eða umsjónarkennari sem gæti leiðbeint þér frekar eða útvegað þér sérfræðiaðstoð? Legg til að þú byrjir á því að athuga hvað skólinn getur gert fyrir þig. Mér finnst viðbrögð þín við nýjum aðstæðum vera eins konar neyðarkall, sem þarf að sinna. Mundu að þú ert ekki ein um þetta vandamál og það er engin ástæða til að láta óttann við að verða sér til skammar útiloka þig frá aðstoð. Það er líklegt að margir séu óöruggir í byrjun skólaársins, það tekur tíma að kynnast og venjast fólki og aðstæðum.

Þér er velkomið að spyrja frekar ef þú ert enn í vafa. (á www.persona.is eða jon@persona.is )

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.