Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Ţunglyndi


Spurning:

Halló. Ég er búin að vera að eiga við þunglyndi frá unglingsaldri en ég er 30 í dag. Ég er búin að fara í hugræna atferlismeðferð sem hjálpaði mér að vinna á félagsfælni sem hrjáði mig en þetta an....... þunglyndi skýtur alltaf upp kollinum aftur og aftur. Ég er búin að vera á lyfjum Efexor Depot í rúmt ár núna og verið voða sveiflukennd. Hækka skammtinn og lækka skammtinn eftir því hvernig mér líður. Núna fyrir um þremur vikum síðan hækkaði ég skammtinn aftur í þrjár úr tveimur og leið strax betur en svo er byrjað að dala aftur núna. Langar bara að vita hvort að það sé möguleiki að þetta séu ekki réttu lyfin fyrir mig. Nefninlega fyrst þegar ég byrjaði á þeim þá fann ég fyrir svo miklum létti og leið loksins einsog ég ímynda mér að fólki líður dagsdaglega sem er ekki að kljást við þunglyndi. Með von um svar.


Svar:

Sæl

Hér kemur svar við spurningum þínum. Ég vek athygli á því að þetta er flókið mál og þarf bæði læknisfræðilega þekkingu og sálfræðilega.

1. Efexor depot. Það er góð hugmynd að fara yfir skammtinn með lækninum, finna rétta skammtastærð eða annað lyf. Yfirleitt eru geðdeyfðarlyf ekki tekin í breytilegum dagskömmtum eða sveiflukenndum, heldur er ákveðinn skammtur í byrjun, ef með þarf er hann hækkaður í áföngum eftir (geð)læknisráðum til þess að ná sem bestum áhrifum.
2. Eins og þú segir sjálf þá virkaði lyfið vel þegar þú byrjaðir á því. Það er vel hugsanlegt að viðtalsmeðferð ásamt lyfinu sé besti kosturinn. Þú hefur fundið jákvæð áhrif Efexor, það er góð byrjun sem gefur líklega færi á að vinna frekar úr hugsunum þínum og tilfinningum með viðtölum.
3. Ef hugræn atferlismeðferð hefur virkað á félagsfælni hjá þér, þá sýnist mér besti kostur að reyna hana líka gegn þunglyndinu. Hugræn atferlismeðferð mundi þá snúast um þunglyndið og tengd vandamál. Mér finnst liggja beinast við að ráðleggja þér að leita aftur til sálfræðingsins/geðlæknisins sem hjálpaði þér með félagsfælnina.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur
sérfræðingur í kliniskri sálfræði

www.persona.is

  

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.