Tilfinningar / Spurt og svarađ

Frelsi til ađ syrgja


Spurning:

Á seinasta ári lést fyrrum sambýlismaður minn til 3ja ára. Ég hafði ekki séð hann í áratug. Andlát hans snerti mig tiltölulega lítið.Mér þótti það auðvitað sorglegt, en ég tárfeldi ekki. Viðbrögð mín komu mér á óvart. Geta þau talist óeðlileg?


Svar:

Sæl

Það er mikilvægt að muna að tilfinningar okkar eru frjálsar, fara ekki endilega eftir einhverjum reglum um hvað er "rétt". Ef sambúð ykkar og sambúðarslit er eitthvað sem hefur verið afgreitt tilfinningalega fyrir áratug þá er andlát hans sorglegt og þú syrgir hann á þinn hátt. Ef þetta væri óafgreitt mál, getur þú líka syrgt hann á þinn hátt. Viðbrögð þín komu þér á óvart eins og þú segir, en það er þitt að ákveða hvað er eðlilegt. Mér sýnist ekkert óeðlilegt við þína lýsingu.

Með kveðjum

JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.