Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Viđtalsmeđferđ


Spurning:

Sæl/l Ég greyndist með þunglyndi fyrir ca. 1 og 1/2 ári síðan og var búin að reyna að gera ímislegt til að laga það en endaði á því að fara á lyf þar sem ég var hætt að geta borðað og sofið. Á meðan ég var á lyfjunum var ég mjög tilfinningalega dofin eða flöt og það eyðilagði mikið fyrir mér. Síðar var ég látin trappa mig niður af lyfjunum sem gekk mjög vel og ég var á fullum krafti að stunda líkamsrækt, borða reglulega og reyna að passa svefninn. Allt er orðið einsog það á að sér að vera nema tilfinningin fyrir tilfinningunum. Ég græt og mér líður illa og ég hlæ og hef gaman að mörgu en samt er einsog það vannti eitthvað uppá, bara smávegis lífsfyllingu. Þetta dregur mig oft niður að líða en samt vera að líða ekki neitt. Finn bara tómarúm í tilfinningunum mínum og mér líður illa yfir því, einsog ég finni ekki almennilega fyrir tilfinningum mínum. Þetta er oft mjög erfitt og ég á það til að vera hrædd um að eitthvað sé að. Heimilislæknirinn segir að þetta sé eðlilegt og það séu engin lyf þem laga þetta. Enda er það ekki það sem ég vil. Er til einhver lausn á þessu tilfinningaröskun?? Bestu þakkir


Svar:

Sæl

Það er líklega rétt hjá heimilislækninum þínum að engin lyf lagi þetta. Þú getur samt litið á lyfjameðferðina sem stórt skref í rétta átt, sem hjálpaði þér upp úr alvarlegu þunglyndi, eða mikilvægan áfanga í baráttunni. Það þarf annars konar meðferð til þess að komast lengra. Viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi er líklega besti kosturinn í framhaldinu. Það er mikilvægt að taka á samhengi hugsana og tilfinninga, en hugræn atferlismeðferð er raunprófuð aðferð, eins og kemur fram í mörgum rannsóknum sem birtast í vísindatímaritum fyrir geðlækna og sálfræðinga. Hugræn atferlismeðferð reynist oft vel til þess að efla baráttuþrek gagnvart mótlæti. Þetta sem þér finnst vanta upp á: Það er góð hugmynd að glöggva sig betur á því hvað það er sem gæti hjálpað þér. Er eitthvað sem hægt er að setja upp sem raunhæf markmið til að ná meiri lífsfyllingu, og finna leiðir að þeim. Hinn möguleikinn sætta sig við að ná ekki þessum lífsfyllingarmarkmiðum sem þú hefur sett þér og beina athyglinni að öðrum markmiðum og leiðum. Það er mikilvægt að skoða málin frá mörgum hliðum, tengja við núverandi stöðu þína og sjá hvað er líklegt til að hjálpa þér í baráttunni og hvað það er sem getur þvælst fyrir þér.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
Sálfræðingur

www.persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.