Sambönd / Spurt og svarađ

Öruggt svar


Spurning:

góða kvöldið. nú er ég örugglega ekki á réttum stað með þessa spurningu en ég veit ekki hvert annað ég á að leita, vísindavefurinn svarar mér ekki. Þannig er allavega að ég og kærastinn minn vorum búin að reyna að eignast barn í smá tíma, rúmt hálft ár allavega og ekkert gerðist. Hann var alveg viss um að hann væri ófrjór og var alveg búinn að gruna heillengi áður en við byrjum að reyna. Svo allt í einu gerist það að ég verð ólétt og allt yndislegt með það. en það er svo mikil efasemd í honum, hann heldur ekki að ég hafi haldir framhjá honum heldur er ástæðan frekar kjánaleg. Hann heldur að ég hafi orðið ófrísk í bláa lóninu. Fórum þangað á sömu dögum og barnið er getið. Mig langar svo að fá staðfestingu á því að það sé ekki fræðilega hægt. Hvar get ég fengið það ? þetta sest svolítið á sálina.


Svar:

Sæl

Rúmlega hálft ár er ekki langur tími til að geta barn, en margir eru óþolinmóðir og finnst eins og börnin komi næstum eins og eftir pöntun. Mörg pör hafa reynt lengur, með árangri um síðir. Þegar menn reikna út hversu margar samfarir eru að meðaltali á bak við hvert barn þá er það örugglega há tala. Of mikið kapp og pressa á að eignast barn getur líka haft öfug áhrif. Streita og spenna getur þvælst fyrir, t.d. eiga konur í krefjandi störfum oft í erfiðleikum með að verða barnshafandi.

Varðandi spurningu þína: Er ekki líklegri skýring að þú hafir slakað á í Bláa lóninu og það hafi gert gæfumuninn þegar þið höfðuð samfarir seinna um daginn.
Það er fræðilega og tæknilega útilokað að sæðisfrumur lifi nógu lengi í heitu vatni til þess að synda til móts við eggin í þér eða öðrum konum. Hvað með alla heitu pottana? Það er ekki útilokað að börn komi undir í heitum pottum eða Bláa lóninu, en það er þá eftir samfarir á slíkum stöðum. Þar með er þessari spurningu svarað af hálfu www.persona.is

Með kveðjum
JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.