Tilfinningar / Spurt og svarađ

Vinir eđa kunningjar


Spurning:

Sæl/l Ég er 19 ára gömul og er oft að velta því fyrir mér hvort ég sé í raun hamingjusöm eða hvort að ég sé beinlínis þunglynd. Ég var hluti af mjög nánum vinkvennahópi, við vorum búnar að vera gríðarlega nánar í um 5 ár en ég var alltaf svarti sauðurinn í hópnum og loks kom að því að ég særði þær allar það mikið að þær treystu sér ekki í að viðhalda vináttunni og við tölumst eiginlega ekkert við í dag þrátt fyrir að vera í sama skóla. Ég átti sem betur fer annan vinhóp sem ég var samt sem áður ekki næstum því eins náin en þær tóku vel á móti mér og litu fljótlega á mig sem ein af þeirra hóp. Þetta gerðist fyrir um einu og hálfu ári síðan. Eins og staðan er í dag, held ég að ég sé ekki ánægð í þeim vinahópi sem ég er í, finnst ég alltaf vera að bera \\"nýju\\" vinkonurnar mínar saman við þær \\"gömlu og góðu\\" og finnst þær aldrei standast undir væntingum. Ég veit að ég er algjörlega ein af hópnum hjá þeim \\"nýju\\" og þær líta á mig eins og ég hafi alltaf verið hluti af þeim en ég kemst samt ekki hjá því að bera þær saman við hinar. Mér finnst ég ekki geta leitað almennilega til þeirra, ég get ekki grátið fyrir framan þær ef mér líður illa, ég get ekki einu sinni talað um það við þær. Þegar við erum saman er þó mjög gaman hjá okkur en mér finnst eins og þær séu bara vinkonur til þess að skemmta mér með, hlægja með og tala við um skemmtilega hluti en ekkert meira. Gamli hópurinn hvatti mig og gerði mig að sterkri og öruggri persónu. Ég stóð á mínu og var sjálfstæð en ég er það ekki núna, ég fæ enga hvatningu frá núverandi vinkonum mínum en það er bara eins og það tíðkist ekki í þessum vinahóp, þær hafa alveg kynnst vináttu eins og ég þekki hana frá gamla hópnum. Svo er það kærastinn. Við erum búin að vera saman í að verða tvö ár. Ég elska hann óendanlega mikið að það liggur við að vera sárt og ég sé ekki fyrir mér líf án hans. Samt sem áður er það byrjað að fara óstjórnlega í taugarnar á mér hvað ég elska hann mikið og ég vildi að ég gæti bara hætt með honum og látið eins og við höfum aldrei þekkst. Hann elskar mig en hann tekur mig sem alltof sjálfsagðan hlut, ég er nánast síðust í forgangsröðinni hjá honum og hann er gríðarlega skapstór og þegar ég ætla að ræða við hann um eitthvað slæmt sem viðkemur honum, eins og ef ég er ekki sátt með eitthvað eða líður illa útaf einhverju sem hann hefur gert þá verður hann reiður og segir að það sé ekki satt og neitar að hlusta á \\"þetta kjaftæði\\" þannig að það endar alltaf með því að ég biðjist afsökunar á því að líða illa yfir þessu. Ég er algjörlega undirgefinn honum. Alveg sama hvað ég nefni við hann, það endar alltaf með því að sökin sé mín og ég biðst í raun afsökunar á því að líða illa útaf honum. Hann gerir það sem honum sýnist, en ekki ég. Ekki það að hann banni mér það heldur finnst mér ég verði að gera allt sem honum þóknast og halda honum góðum. Hann er fyrirmyndin mín og mér finnst hann ótrúlegur karakter, hann veit líka að eg lít upp til hans og það gerir stöðuna kannski verri. Það er þó byrjað að fara óstjórnlega í taugarnar á mér og ég vildi að ég gæti staðið í hárinu á honum og sagt það sem ég vil segja, en hann er því miður mun orðheppnari en ég. Ég vil alls ekki hætta með honum því að mér finnst hann gefa lífi mínu tilgang og hann er besti vinur minn, til hans get ég leitað með allt og góðu stundirnar okkar eru frábærar og margar og er hann sá eini sem er sambærilegur gamla vinahópnum mínum, en veit ég þó að ef ég hefði gamla hópinn minn við hlið mér, þá væri ég örugglega búin að fara frá honum því að þá hefði ég þessa vináttu sem ég þarf svo mikið á að halda. Í þriðja lagi, er það ég sjálf. Ég er hress stelpa, mjög kurteis og frekar örugg með sjálfa mig í kringum annað fólk, ófeiminn og ég tel mig vera þroskaða miðað við aldur. Ég er þrátt fyrir það mjög óörugg þó að mér takist að fela það nánast alveg, ég er alltof upptekinn af því að hugsa um hvort ég sé of yfirþyrmandi, hvort ég sé leiðinleg, asnaleg og hvort ég sé óáhugaverð og svo framvegis, svo hef ég engan sjálfsaga (pirrar mig mjög mikið) varðandi hreyfingu, nám eða peninga. Ég óska þess á hverjum degi að ég væri einhver önnur, ekki varðandi útlitið heldur perónuleikann. Mig langar að vera fyndinn, skapandi, hugsandi, heillandi persóna, mig langar að hafa áhuga á hlutum sem ég veit ekki hvort ég hafi í raun áhuga á, mig langar að bera mig vel, vera orðheppin, frumleg, skoðanamikil, ákveðin, skyldurækin, sjálfbirgin, skemmtileg, eiga auðvelt með að kynnast fólki, full af orku og drífandi persóna sem geislar af og sem fólk tekur eftir. Ég vildi líka vera það áhugaverð og sterk persóna þannig að kærastinn minn líti á mig sem jafningja í stað þess að líta hálfpartinn niður á mig. Mig langar jafnvel að vera grænmetisæta, þótt að mér finnist kjöt mjög gott. Mér líður eins og ég geti aldrei orðið sátt með sjálfa mig því ég þrái svo marga kosti sem eru meðfæddir, eins og orðheppni, hafa skoðanir á hlutum eða vera heillandi persónuleiki. Þannig að spurning mín til þín er: er eitthvað að og þarf ég að leita mér hjálpar, eða er þetta eitthvað sem ég þarf bara að komast yfir, sætta mig við eða taka á sjálf?


Svar:

Sæl

Þakka þér fyrir áhugaverðar spurningar og hugleiðingar.

1) "Velta fyrir mér hvort ég sé í raun hamingjusöm eða hvort ég sé beinlínis þunglynd": Þú setur fram skýrar línur og tvo möguleika. Það er líka hægt að vera einhvers staðar mitt á milli. Hamingjan kemur frekar þegar við gleymum okkur í því sem við erum að gera. Spurningin um þunglyndi, það er sjálfspróf á www.persona.is það getur gefið vísbendingar um stöðuna.
2) Náinn vinkvennahópur, sem þú komst þér út úr. Það er mjög eðlilegt að jákvæð fyrri reynsla þín gefi tóninn í því sem þú býst við af núverandi vinum. Það getur verið góð hugmynd að skoða þetta frá mörgum sjónarhornum. Einn möguleiki er að fyrri vinahópur sé eins konar hápunktur, en núverandi vinahópur sé frekar kunningjahópur gagnvart þér. Það er líka mögulegt að innileikinn í vináttunni sé að einhverju leyti fyrirbæri sem tilheyrir fyrra þroskastigi og þess vegna ekki við því að búast að þið séuð svo nánar/náin. Annar möguleiki er að vináttan núna þurfi meiri tíma til að þróast, það fari líka mikið eftir því hvað þú vilt leggja af mörkum og ekki síður hvað hópurinn er tilbúinn að taka við því sem þú hefur að bjóða.
3) Fullkomnunarþrá eða fullkomnunarþráhyggja. Það hljómar eins og þú gerir mjög miklar kröfur bæði til sjálfrar þín og annarra. Það er spurning hvort þið getið staðið undir svo miklum kröfum, þú og/eða vinir þínir. Er hugsanlegt að þú búist við svo miklu að það leiði mjög liklega til vonbrigða. Þess vegna er ekki góð hugmynd að bera nýju vinkonurnar saman við þær gömlu, gera það frekar varlega. Ef gamli hópurinn hefur gert þig að sterkri og öruggri persónu, þá getur þú spurt sjálfa þig hvað getur þú gert fyrir nýja hópinn. Í framhaldi af því getur þú metið hvað hópurinn gerir fyrir þig.
4) Sambandið við kærastann. Er hugsanlegt að væntingar um fullkomið samband séu of háar.
5) Óska að ég væri einhver önnur..varðandi persónuleikann. Spurning um að njóta þess sem þú ert ánægð með og leggja rækt við það sem þú vilt bæta.
Ég hef nefnt nokkur atriði úr bréfi þínu, sem mér fannst mest ástæða til að þú skoðaðir frá nýjum sjónarmiðum.
Líklega er góð hugmynd að leita aðstoðar hjá sérfræðingi, mér finnst líklegt að kvenkyns sálfræðingur henti betur en karlkyns.
Með baráttukveðjum
JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.