Sjálfstraust / Spurt og svarađ

SJÁLFSTRAUST


Spurning:

Ég á 5ára stelpu sem er á leikskóla. Hana skortir sjálfstraust, hvernig get ég hjálpað henni að efla það? Og að segja við hana \\"ertu 2ára\\"(þegar hún gerir ekki það sem hún er beðin um) er það ekki niðurbrot á sjálfstrausti? Með fyrirfram þokk um gott svar.


Svar:

Sæl(l)

Það er hugsanlegt að sjálfstraust sé ofmetið hugtak í þeim skilningi að það er stundum lögð meiri áhersla á sjálfstraustið en það sem er á bak við það. Það sem er vonandi á bak við sjálfstraustið er m.a. reynsla í að meta eigin getu út frá því sem okkur hefur tekist og því sem við höfum lært af mistökum okkar. Grunnur undir það er tilfinningalegt öryggi,sem byggist á upplagi og því atlæti sem foreldrarnir veita barninu. Börn eru misjafnlega lengi að læra að takast á við kvíðann, sum eru hikandi gagnvart því nýja og óþekkta, öðrum finnst það spennandi. Gott leikskólastarf snýst einmitt um þetta, verkefni við hæfi ásamt mörgu öðru.

Það að segja við hana "ertu 2 ára?" getur verið vísbending um óþolinmæði foreldra, ekki víst að það sé uppbyggilegt.

Sjálfstraust mitt segir mér að það sé ekkert öruggt með það hvort svar mitt teljist gott svar að þínu mati, en ég hef trú á því að það veki þig til umhugsunar.

Með kveðjum
JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.