Átraskanir/Offita / Spurt og svarađ

Eđlileg mörk


Spurning:

Ég veit ekki hvort ég er með átröskun! Ég er að verða 14 ára og er 45 kg og 160-165cm á hæð, Ég hreyfi mig ekki nema í skólaíþróttum, borða nammi, og er ekki með mikla vöðva, þegar ég fæ mér kvöldmat fæ ég mér yfir leitt lítið dugir kannski í 10-15 bita ef ég borða kjöt eða annað. Mér finnst ég vera með frekar stór læri og kálfa og vil helst vera lengri og grennri, ég veit að ég fæ ekki nóg að vítamínum en spurningin er, er ég með átröskun?


Svar:

Sæl

Miðað við hæð og aldur er þyngd innan eðlilegra marka. Skólaíþróttir gera mörgum gagn og margs konar hreyfing líka. 10-15 bitar af kjöti í kvöldmat getur alveg eins bent til eðlilegrar matarlystar. Hvernig veistu að þú færð "ekki nóg af vítamínum", við fáum yfirleitt nóg af þeim með því að borða fjölbreyttan mat. Það er hugsanlegt að "vítamína-iðnaðurinn" sé að reyna að telja okkur trú um að við þurfum að taka alls konar vítamín og fæðubótarefni. Spurning þín er ég með átröskun? Það er erfitt að svara henni án þess að vita meira um þig, einn möguleiki er að þú sért að gera þér óþarfa áhyggjur. Ég geri ráð fyrir að það sé starfandi skólahjúkrunarfræðingur í skólanum þínum. Hún veit örugglega meira um þig og þroskaferil þinn, legg til að þú byrjir á að tala við hana.

Með kveðjum
JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.