Sjálfstraust / Spurt og svarađ

Ţunglyndiseinkenni?


Spurning:

Mig langar að vita hvort ég þjáist mögulega af einhvers konar þunglyndi. Hugsanir um tilgangsleysi alls þess sem ég geri hafa þjakað mig síðastliðið ár. Mér finnst allt fremur innantómt og engin ástæða til neins. Hlutirnir eru ekki jafnspennandi eða skemmtilegir og áður og allt sem ég geri tekur enda og því finnst mér tilgangslaust að byrja á einhverju nýju. Áður þjáðist ég af litlu sjálfsáliti sem olli mér talsverðri vanlíðan en nú er eins og mér sé nánast sama um það hvernig ég lít út og hvað öðrum finnst um mig, nema e.t.v. þeim sem þekkja mig vel. Mér finnst eins og ég gæti allt eins hoppað fyrir bjarg, það eina sem heldur aftur af því er að ég á nokkra yndislega aðstandendur sem ég vil ekki valda tjóni á nokkurn hátt. Mér finnst eins og ég hafi tapað allri lífsgleði, ég hlakka varla til neins og finnst ekkert hafa tilgang. Auk þess er kynhvötin varla með lífsmarki. Á ég einhverja von um að geta notið lífsins á ný? Eins og staðan er í dag er ég frekar vonlítil um það...


Svar:

Sæl

Tilgangsleysi, töpuð lífsgleði og vonleysi eru greinileg þunglyndiseinkenni. Von um að geta notið lífsins á ný? Já, með faglegri aðstoð eru góðar líkur á þvi. Þetta eru allt atriði sem tekið er á í hugrænni atferlismeðferð. Lyfjameðferð getur líka komið til greina, ásamt hugrænni atferlismeðferð. Það skiptir máli að taka sem fyrst á vandanum. Legg til að þú leitir hjálpar strax, það þarf að greina vandann og byrja viðeigandi meðferð. Ég tel greiningu hjá sálfræðingi sem sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð besta kostinn og byrja viðeigandi meðferð. Versti kosturinn er að gera ekki neitt.
Með baráttukveðjum
JSK

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.