Tilfinningar / Spurt og svarađ

Bakflćđi - ábending um upplýsingar


Spurning:

ég er búin að vera með búlimiu í 5 ár núna. Lífið mitt hefur samt alveg verið ágætt eftir að ég lærði að lifa með þessum sjúkdómi en ég hef alltaf haft trú á því að ég muni finna lækningu og af og til hef ég verið mjög nálægt því að gjörsamlega lifa heilbrigðu lífi. Ég er með eina spurningu. Eftir að ég var búin að vera með búlimiu í einhverja mánuði þurfti ég ekki lengur að stinga puttanum uppí kok til að æla og síðan þá hef ég bara beygt mig niður og maturinn rennur uppúr mér. Ég er líka með mikið bakflæði allan daginn (ég æli ekki öllum mat að sjálfsögðu). Er þetta hættulegt? (ég veit að búlimia er hættuleg). Er til einhver lækning við þessu bakflæði og að maturinn renni bara uppúr mér? Mig langar líka að koma með smá ábendingu. Ég held að anorexia og sérstaklega búlimia séu mun algengari en menn vita almennt. Ég er 19 ára og ég get ekki talið upp hvað ég þekki marga búlemiusjúklinga bæði kvk og kk. Flestar vinkonur mínar eru mjög \\"flottar\\" eins og allir kalla það. En það er í rauninni að vera alltof grannur. Ég á mjög mikið af vinkonum en veit í rauninni bara um eina sem hefur aldrei glímt við nein átröskunarvandamál. Að sjálfsögðu er þetta ekki svona í öllum vinkvennahópum, en ég tel þetta ekki óalgengt. Vildi bara koma þessu á framfæri því mér finnst gjörsamlega fáránlegt hversu margir þurfa að ganga í gegnum þetta helvíti og feluleik.


Svar:

Sæl

Svar við spurningu þinni um bakflæði er í efni bæklings um bakflæði sem er á þessari vefsíðu (sjá link neðst í skeytinu). Það var farið af stað með "vitundarvakningu" um bakflæði 2001-2002. Þá var kynnt til sögunnar nýtt lyf við bakflæði. Mér sýnist að það lyf hafi verið tekið af markaði vegna aukaverkana. Það virðist ekki hafa orðið framhald á "vitundarvakningunni" m.a. vegna þess að lyfjakostnaður jókst verulega og nýja lyfið var ekki sú lausn sem vonir stóðu til.
Gamla lyfið Gaviscon er það sem bent er á núna, fékkst í apótekum án lyfseðils síðast þegar ég vissi. Efni bæklingsins er (burtséð frá nýja lyfinu) er eftir því sem mér sýnist enn í fullu gildi hvað varðar eðli og orsakir.  "Gömlu" lyfin eru enn notuð til þess að halda einkennum niðri. Þar að auki eru ráðleggingar um matarræði og lífsstíl í fullu gildi.
Ég er ekki neinn sérfræðingur í þessu sviði en vonandi hef ég komið þér á sporið varðandi upplýsingar um baráttuna við bakflæðið.
Með baráttukveðjum
JSK

http://doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&do=view_grein&id_grein=2046

http://www.lyfja.is/Forsida/Lyfjubokin/Lyf/329/ meira um Gaviscon

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningum



Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.