Sambönd / Spurt og svarađ

Ekki ađ ýta á eftir gleymskunni


Spurning:

halló ég á í einu vandamáli og það er kærasta mín..það er mánuður síðan við hættum saman og síðan þá höfum við bara rifist og ekkert annað og verið reið við hvort annað hún semsagt sagði mér upp í illu með því að halda framhjá..en svo í seinustu viku kom hún til mín grátandi sagðist vera ringluð og langaði að vera með mér og eitthvað og ég auðvitað er rosalega hrifin af henni og tók við henni og það gekk ágætlega vel þangað til 4 dögum seinna byrjuðum við aftur að rífast og svo fór hún á og endaði með því að hún fór með gaur heim...semsagt gerði mér þetta aftur..og ég særðist aftur og fannst bara ég vera eitthvað leikfang sem hún gæti stjórnast í..en samt er ég hrifin af henni ennþá...ég hætti ekki að hugsa um hana og veit ekki vill aldrei hætta né sleppa takinu þetta er eins og einhver þráhyggja hvað á ég að gera ég hef reynt allt til að gleyma henni en ekkert gengur ég hef reynt að finna mér áhugamál en samt minnir mig allt á hana...bara ég hef gert allt til að sleppa takinu á henni en ekkert gengur er ég bara svona þrjóskur?...hvað á ég að gera Kv einn hjálparlaus strákur:(


Svar:

Sæll

Þú segist hafa reynt allt til að gleyma henni en ekkert gengur. Við vonbrigði, áföll og skipbrot í ástarmálum er algengt að við reynum að gleyma og reynum að hugsa ekki um. Þetta eru algeng viðbrögð, en reynslan sýnir að það sem við reynum að hugsa ekki um er miklu líklegra til að troða sér inn við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Ef við reynum að hugsa ekki um eitthvað þá getur það það angrað okkur enn meira. Það að forðast að hugsa um meiriháttar áföll gerir úrvinnsluna erfiðari og það tekur lengri tíma að sætta sig við ástandið, t.d. það að "kærastan þín" er orðin "fyrrverandi". Nei, það er betra að horfast í augu við áfallið og velta fyrir þér hvort eitthvað af þeim stúlkum sem geta verið "réttar" fyrir þig eigi eftir að hitta þig. Þá er viðfangsefni þitt miklu frekar að læra af mistökunum og gera þig "réttan mann" fyrir einhvera aðra stúlku. Það er miklu betra að venja sig við "það sem minnir á hana" og sætta sig við það sem þú færð ekki breytt t.d. að þið eigið hugsanlega ekki skap saman. Það næsta sem þú getur gert er að láta reynsluna þroska þig svo þú getir komist á réttari braut í ástarmálunum. Gangi þér vel.

Með baráttukveðjum
JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.