Svefn / Spurt og svarađ

Fleiri en eitt sjónarmiđ


Spurning:

Stjórnsemi? Er maður ekki óhóflega stjórnsamur ef maður þolir ekki að (náin vinur, systkini t.d.)fari ekki nákvæmlega eftir því sem maður segir. Og ef viðkomandi fer ekki eftir því sem ég segi þá álykta ég um að hann og ákveð að hann sé öruglega svona og hinsegin, en ég hef engan áhuga á að hlusta á sjónarmið hins,enda tel ég mig alltaf hafa rétt fyrr mér. Stjórnsemi eða hvað? með fyrirfram þökk


Svar:

Sæl(l)
Stjórnsemi eða hvað. Nafnið skiptir ekki öllu.
Það sem skiptir mestu er að þú finnur núna að þessi afstaða að telja þig alltaf hafa rétt fyrir þér er farin að valda vanda.
Legg til að þú skoðir málin af opnum huga. Það er hægt að skoða flest frá mörgum sjónarmiðum, sem geta verið misjafnlega rétt. Það getur komið í bakið á okkur að skoða bara eina hlið, hrapa að ályktunum fyrirfram um að við höfum alltaf rétt fyrir okkur. Á sama hátt getum við haft reynslu af því að fara eftir innsæi okkar og hugboði sem á stundum við en stundum ekki.
Vona að þetta stuðli að meiri víðsýni hjá þér, án þess að þú hættir að treysta eigin dómgreind.
Með kveðjum
JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.