Börn/Unglingar / Spurt og svarađ

Mistök til ađ lćra af


Spurning:

Hæ. Mér líður virkilega illa. Ég er undir alveg rosalegu álagi og búin að vera það í nokkur ár, er semsagt skuldum vafin út af fyrrverandi kærasta og bróðir hans þarf þess vegna að vinna eins og brjáluð og hef þurft að gera það í 2 ár. ég vann yfir mig og má ekki vinna núna út af streitu og kvíða eftir að ég mátti ekki vinna bættist við þunglindi og ég fékk lyf hjá heimilislækninum og það er ekki að virka hann segir að það sé nóg. En mér líður bara svo illa er með stöðugan hnút í maganum og sé ekki tilganginn með lífinu, það er enginn sem getur bætt mína stöðu og ég sé enga leið út :\'( Ég fékk svefntöfflur því að ég svaf aldrei neitt en núna tek ég eina til 2 á kvöldi, fæ mér svo bjór með og kannski nokkrar parkodín og eitthvað til að fara í vímu. Það eru einu skiftin sem að mér líður vel!!!! Mig langar ekki að fara í vinnuna aftur og ég held að ég hafi farið yfir um með strákinn sem að ég var að dúlla með, með því að verða brjálæðislega afbríðisöm, er ekki vön að vera það. Ég er bara farin yfir um í hausnum og ég sé ekki neina leið útúr mínum vanda og mig vantar svo að ná að slaka á með lífið en get það ekki, afsakið langlokuna, en hvað get ég gert????


Svar:

Sæl

Það er ljóst af lýsingum þínum að núverandi lyfjameðferð dugar ekki til að leysa vandann fyrir þig. Lyfin geta verið viss hjálp, þó það megi efast um það í þínu tilviki. Það er örugglega ekki skynsamlegt að bæta bjór og nokkrum parkodín við svefnlyfin. Meðferð hjá sálfræðingi eða viðtalsmeðferð hjá geðlækni er ráðleg, með eða án lyfja.

Það eru líka margar spurningar um það sem þú hefur komið þér í með fyrrverandi kærasta, hefur hann velt allri fjárhagslegri ábyrgð á óförum ykkar á þig?? Ef þú stoppar og hugsar: Er ástæða til að láta sameiginlegt skipbrot ykkar hafa svona mikil áhrif á líf þitt? Hefur þú leitað til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna eða álíka? Það geta verið aðrir möguleikar á því að komast út úr skuldunum en að þú takir allt á þig. Það er ekki líklegt að þú getir borgað mikið ef þú ert að detta út úr vinnu.

Mér finnst ég lesa út úr bréfinu þínu ákveðnar sjálfsásakanir sem ekki eru líklegar til að koma þér að gagni og ekki heldur að þú refsir sjálfri þér fyrir að hafa spillt sambandinu með afbrýðisemi. Það má líta á margt í lífinu sem mistök, en þau eru til að læra af þeim. Það er mikilvægast fyrir þig að snúa þér að því að takast á við vandann sálfræðilega svo þú getir endurheimt starfshæfni og séð meira af ljósinu.

Með baráttukveðjum
JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.