Ofbeldi / Spurt og svarađ

Ţörf á međferđ


Spurning:

Til þess sem gæti veitt mér upplýsingar. Þannig er mál með vexti að ég er móðir 10 ára barns sem hefur gengið í gegn um ansi margt á sinni stuttu ævi og er ég farin að hafa miklar áhyggjur af andlegri líðan þess. Einhver staðar heyrði ég sagt að það tekur mann allt að 5 ár að aðlagast stórum breytingum á högum eða áföllum og langar að stykkla hér á stóru yfir hvernig lífs mynstrið hjá barninu hefur verið til að hjálpa til við að skilja betur allt sem það hefur gengið í gegn um. *Til að byrja með er barnið ekki alið upp hjá blóð föður sínum og aldrei þekkt hann neitt en hefur alist upp hjá mér og stjúpföður. *Í öðru lagi fluttumst við erlendis með barnið þegar það var 4 og fór ég í nám. * Eftir 3 ár var námi lokið og við fluttumst aftur milli landa og þá hingað heim til Íslands. * Síðan gerist það í grunnskóla hérna að barnið verður fyrir barðinu á mjög veikum bekkjarfélaga sem gerði mínu barni lífið mjög leitt og neyddumst við til að flytja barnið um skóla þar sem ekkert var tekið á þessum málum í skólanum. * Við þetta missti barnið áhuga á námi og hefur mér smám saman allur neysti horfið. Barnið hefur verið virkt í íþróttum og geri ég allt sem mér mögulega dettur í hug til að styrkja og gleðja barnið en finnst það einhvern vegin ekki vera nóg. Það er farið að vera æ oftar að mér finnst barnið vera langt niðri og er ég orðin mjög áhyggjufull yfir þessu en veit ekki hvert ég á að snúa mér. Er þetta eðlilegt miðað við aðstæður og jafn vel aldurinn? Eins og allir foreldrar vil ég auðvitað ekkert annað en að barnið mitt sé hamingjusamt og er orðin ráðþrota. Í von um að fá einhver svör eða ábendingar. Áhyggjufulla móðirin.


Svar:

Sæl

Eftir lýsingu þinni að dæma er full ástæða til að gera eitthvað. Einelti skilur oft eftir sig ör á sálinni sérstaklega þegar ekki er tekið á því. Slík ör gera okkur aftur enn viðkvæmari fyrir mótlæti og áföllum.

Það gæti verið byrjun að ræða við sálfræðing skólans sem gæti metið þörf á meðferð, sem sálfræðingurinn gæti vísað í eða tekið að sér sjálf(ur). Einnig er möguleiki gegnum Miðstöð heilsuverndar barna að komast í meðferð hjá sálfræðingi sem Tryggingastofnun borgar að verulegum hluta, en það er einungis eftir tilvísun frá Miðstöð heilsuverndar barna eða BUGL.

Vona að þetta verði til þess að bæta líðan ykkar.

Með baráttukveðjum
JSK

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.