Geđsjúkdómar / Spurt og svarađ

Vćndi


Spurning:

Eftir að ég komst að því að maðurinn sem ég hef elskað og buið með í 15 ár hefur verið að halda framhjá mér með vænsikonum þá finnst mér ég ekki geta lifað leingur og er með stöðugar sjálfsmorðs hugsanir, ég get bara ekki horfst í augu við þennan sora


Svar:

Sæl

Ég ráðlegg þér að staldra við og hugsa: Er eðlilegt að þú sért að refsa sjálfri þér fyrir það sem maðurinn þinn hefur gert með vændiskonu? Það er hugsanlegt að þú sért fyrirmynd margra sem þér þykir vænt um. Þú mundir varla vilja að þeir tækju þig til fyrirmyndar ef þú gerir alvöru úr sjálfsmorðshugsunum þínum? Nei, lífið heldur áfram enda þótt þú hafir orðið fyrir vonbrigðum með manninn þinn og áfalli. Það er hægt að vinna úr áfallinu, en það getur skilið eftir sig ör.

"Get bara ekki horfst í augu við þennan sora". Eitt af því sem við neyðumst til að horfast í augu við er að klámiðnaðurinn hefur verið í sókn á Íslandi og það hefur verið slakað á löggjöf í sambandi við vændi. Sama gildir um ferðir karlmanna, það er líklega meira framboð af vændi en við höldum í fljótu bragði, sum lönd gera jafnvel út á kynlífsferðalög. Þetta bendi ég ekki á til þess að mæla þessu bót, öðru nær! Ef það eru fleiri íslenskir karlmenn sem nýta þessa þjónustu, þá verður þetta hlutfallslega algengara og fleiri sem þurfa að horfast í augu við að einhver nákominn hefur komist í snertingu við "sorann".

Nei, hvort sem þú velur að búa áfram með manninum þínum eða ekki þá er góð hugmynd að skoða málið frá mörgum hliðum og velja lífið. Þrátt fyrir þennan trúnaðarbrest getur hann haft marga góða kosti og ástin getur fengið hann til að breyta um stefnu.

Með kveðjum
JSK

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.