Áföll / Spurt og svarađ

Međferđ viđ áfallastreitu


Spurning:

mig langar að fá ufpplýsingar um hvernig áfallastreita birtist ogtst og hvaða aðstoð er í boði fyrir þá sem telja sig þjást af áfallastreitu?


Svar:

Sæl

Hér kemur svar við spurningu þinni. Ég geri mér grein fyrir að oftast eru sterkar tilfinningar og vanlíðan tengdar áfallastreitu.

Áfallastreituröskun PTSD sést hjá þeim sem hafa verið verið þolendur eða vitni að válegum atburðum. Válegir atburðir eða áföll geta verið slys, náttúruhamfarir, ofbeldisverk svo sem nauðgun eða líkamsárás. Flest þurfum við tíma til að jafna okkur á slíkum áföllum. Algeng einkenni eru martraðir, endurlit (flashback), almennur kvíði, depurð, tilfinningadofi og minnkuð tengsl við aðra. Þegar talað er um áfallahjálp er það oftast stuðningur fljótlega eftir áfallið sem miðar við að koma tilfinngalegri úrvinnslu í farveg og til að upplýsa um mögulega hjálp ef á þarf að halda. Í mörgum tilvikum dugar stuðningur vina og vandamanna, það hjálpar oft að tala um atburðina. Margir komast með þessu móti í gang við að vinna úr tilfinningunum og halda lífinu áfram. Það er miðað við að erfiðustu einkennin lagist innan mánaðar frá áfallinu.

Þegar það gerist ekki og ástandið varir í mánuð eða lengur er talað um áfallastreituröskun, á ensku Post Traumatic Stress Disorder (PTSD). Í mörgum tilvikum lagast ástandið enn frekar með aðstoð vina og vandamanna á næstu mánuðum en ef einkennin hafa ekki lagast innan 5-6 mánaða fer að verða tvísýnt um batahorfur án viðeigandi sérfræðilegrar meðferðar.

Í dag eru tvær sálfræðilegar gerðir meðferðar sem rannsóknir sýna að eru skilvirkar. Önnur er meðferð sem Edna B Foa prófessor við Pennsylvaniu-háskóla og félagar hafa þróað. Meðferðin er kölluð Exposure Therapy, snýst um að fara gegnum atburðina í huganum og í raun eftir því sem það er hægt. Hugræn úrvinnsla og endurmat er kjarninn í meðferðinni. Þessi aðferð hefur verið reynd með góðum árangri á hermönnum sem hafa komið lent í alvarlegum áföllum í stríði og hún virkar líka á áföll úr borgaralegu lífi. Meðferðin virkar með eða án lyfja. Hin aðferðin EMDR sem sálfræðingurinn Francine Shapiro er upphafskona að hefur verið í þróun síðan 1987. Hún gengur líka út á úrvinnslu hugsana og tilfinninga en með öðrum áherslum. EMDR hefur einkum verið prófuð á áfallastreituröskun vegna nauðgana og annarra ofbeldisverka. EMDR er vel þekkt meðal sálfræðinga hér á landi sem fást við PTSD.
Edna B Foa hélt námskeið í Reykjavík á vegum Félags um hugræna atferlismeðferð síðastliðið haust. Um 25 sálfræðingar tóku þátt í námskeiðinu.

Hvaða aðstoð er í boði? Margir sálfræðingar hafa þessa þekkingu og einhverjir geðlæknar. Það er hægt að leita til sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Einnig er þjónusta í boði á Landspítalanum.
Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur
www.persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.