Samskipti / Spurt og svarađ

Ótti viđ höfnun


Spurning:

Ég er 22 ára stelpa og það eru ákveðnir hlutir að angra mig. Þannnig er mál með vexti að mér finnst ég rosalega heft í samskiptum við fólk. ,,Félagslega óþroskuð\" mætti kanski kalla það. Ég á í miklum erfiðleikum með að mynda náin tengsl við fólk. Fyrir utan kærastann minn, á ég enga nána vini, aðeins kunningja sem ég heyri í við og við. Ég á vægast sagt mjög erfitt með að hleypa fólki að mér, opna mig og deila af mér. Að vissu leyti grunar mig að það sé vegna þess að þegar ég var 12 ára hætti þáverandi besta vinkona mín að umgangast mig og fór að vera með öðrum. Eftir það er ég alveg hrikalega hrædd við að vera hafnað. Ég held að þetta hafi semsagt skilið eftir sig aðeins stærra ör en ég hélt. Getið þið gefið mér einhver ráð til að verða öruggari í samskiptum?


Svar:

Sæl

Þetta er viðfangsefni sem flestir sérfræðingar Persona.is kannast vel við. Óttinn við höfnun getur málað okkur út í horn. Við drögum okkur í hlé, sýnum takmarkaðan áhuga á samskiptum, sem aftur leiðir til þess að kunningjarnir gefast upp á því að reyna að verða vinir okkar. Þar fáum við minni tækifæri til að æfa okkur í samskiptum. Þetta er vítahringur sem leiðir til vaxandi einangrunar. Helstu ráð: Æfing, æfing, æfing, oft er ráðlegt að leita aðstoðar sérfræðinga.
Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur
www.persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.