Tilfinningar / Spurt og svarađ

\"Glađur gćfi ég allt til ađ losa mig viđ feimina\"


Spurning:

Halló sko vesenið mitt er þannig að ég er klikkaðslega skotin í strák sem er með mér í nokkrum tímum í skólanum og við erum bæði svo feimin að það er ekkert að gerast þannig séð, tölum stundum saman í smsi og svona smotterí.. en svo var ball um helgina og ég fór heim með honum og við bæði sögðum hvað við værum ótrúlega skotin í hvoru öðru og svona en samt erum við bæði svo feimin að við þorum svo lítið að tala saman eg er búin að senda honum sms alveg nokkrum sinnu frá því við vorum saman þarna um nóttina en hann svarar ekki og ég þori ekki að hringja í hann:S vill hann mig kannski ekkert? þó hann hafi sagt að hann væri ótrúlega skotinn í mér? hvað á ég að gera til að ná honum? bíða bara eftir næsta fylleríi eða:S ég er að deyja ég er sooo skotin í honum.. hann talar alltaf um hvað ég sé flott og svona er að segja mér að honum langi í mig en samt verður þetta ekkert meira en það.. vill einhver hjálpa mér:(


Svar:

Sæl
Það er spurning hvort það sé nóg að annað hvort ykkar geti yfirunnið feimina til að eitthvað gerist, oft getur það dugað. "Glaður gæfi ég allt til að losa mig við feiminina" segir í "eighties" lagi. Ef þú hefur meiri kjark en hann þá getur þú haft frumkvæði, vonandi án þess að honum finnist þú of ágeng. Svo er annað sem þú gætir reynt, það þarf ekki alltaf að fara beinu leiðina. Ef þið eru saman í nokkrum tímum í skólanum gætir þú athugað hvort hann geti hjálpað þér við námið eða þú honum. Samskipti gegnum nám geta leitt til frekari kynna. Hluti af því að losna við feimina er að takast á við hana og leyfa ástinni að komast að ef hún er þarna, en horfast líka í augu við möguleika á höfnun. Það er líka rétt að margir ungir menn hafa ekki kjark til að reyna við hitt kynið edrú. Er þá eina ráðið að bíða eftir næsta fylleríi? (SÁÁ mundi ekki mæla með því).
Með kveðjum
JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.