Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Áfall


Spurning:

Ég hef verið hamingjusamlega gift í 13 ár á 3 yndisleg börn 2 ára 6 ára og 9 ára ég hef elskað manninn minn heitt og hélt hann minn besta vin, ég hef horft á hann oft og hugsað um hvílíka náð og blessun ég hafi notið að vera svona hamingjusöm en nuna fyrir 10 mánuðum síðan hrundi veröldin þegar ég komst að því að hann hefur verið með tugum vændiskvenna (í London,Asiu,Ítalí o.s.f.) undanfarin 7-8 ár. ég fékk taugaáfall og hef verið algerlega dofin þessa mánuði á erfitt með að hafa gaman að nokkru og á erfitt með að sýna börnunum mínum mikla nánd (skil ekki afhverju það er ) og ég græt næstum daglega ennþá, er kannski að labba einhverstaða og fer bara allt í einu að gráta, er að vaska upp fer að gráta ? ? ? ? hann vill alls alls ekki missa mig og segist elska mig heitar en allt og það hafi allt verið satt sem við áttum, að ég sé og hafi alltaf veið eina ástin og mesta blessun hans,hann vill allt fyrir mig gera og hefur gert síðan upp um hann komst (ég smitaðist) ég spyr er hægt að komast yfir svona sorg, hafið þið séð með eigin augum einstaklinga sem ná að vinna sig í gegnum álíka og orðið HEILIR á ný ?


Svar:

Sæl
Það sem þú lýsir eru algeng og eðlileg viðbrögð við meiri háttar áfalli. Þú getur eftir sem áður verið KONAN í lífi mannsins þíns, enda þótt hann hafi notað aðrar konur "í viðlögum". Hér er ég að lýsa viðhorfum sem kunna að vera algeng meðal karlmanna, án þess að verja þetta sjónarmið. Áfallið er enn að angra þig 10 mánuðum síðar sem segir að það sé orðið þrálátt eða króniskt. Til þess að losna undan því er meðferð hjá sálfræðingi með kunnáttu í áfallastreituröskun ráðleg. Það er góð byrjun að ákveða hvort þér hentar betur kvenkyns eða karlkyns sálfræðingur. Árangur af meðferð er góður, meirihlutinn endurheimtir fyrra líf að því leyti sem það er hægt. Það eru margir einstaklingar sem hafa orðið HEILIR á ný og lifa áfram með vitundina um það sem gerðist án þess að það angri þá fram úr hófi.
Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.