Sambönd / Spurt og svarađ

(Móđur)ást


Spurning:

Ég er 23 stelpa og er nýbúin að eignast yndislega stelpu með kærastanum mínum. Eins mikið og ég elska stelpuna mína þá líður mér alls ekki nógu vel. Þetta byrjaði þó ekki eftir að hún kom í heiminn heldur fyrir mörgum árum. Þetta hefur þó aukist núna á meðan ég er heima með barnið og kærasti minn er að sinna náminu, vinnu, vinum, djamminu og nánast öllu því sem honum langar að gera. Mér finnst eins og að ég sé sú eina sem hafi verið að eignast barn og að hann taki ekki nógu mikið tillit til mín og minna þarfa. Ég er hálfpartinn svolítið reið út í hann en hann skilur mig enganveginn! Mér finnst ég vera mjög einmanna og er oft leið. Ég er ofboðslega afbrýðsöm og læt kærasta minn stundum heyra það þegar hann kemur heim eftir djamm eða annaðslíkt, þá missi ég oft algjörlega stjórn á skapi mínu og það eina sem mig langar að gera er að slást. Þegar hann kemur fullur heim þá finnst mér ég stundum hafa verið svikin, verð svo reið, nánast eins og hann hafi verið að halda fram hjá mér en hann hefur samt ekki gert neitt slíkt en samt á ég mjög erfitt með að treysta honum og það sama átti við fyrrverandi kærasta. Ég elska hann mjög mikið en ég er alltaf að setja útá hann og þannig séð að brjóta hann niður og eyðileggja sambandið okkar. Ég er með ofsalega lélegt sjálfsmat, ég geri lítið úr öllu sem ég geri og gagnrýni sjálfa mig mjög mikið. Ég ólst upp við alkóhólisma og varð fyrir kynferðislegu ofbeldi alls ekki af verstu gerð en mér finnst eins og að þetta hái mér en ég get ekki kennt neinu um hegðun mína.. Þetta lagast alltaf inná milli en ég enda alltaf í sama reiðiskastinu og vonleysi. Hvað er til ráða og hvar finn ég mér góða aðstoð? Takk fyrir


Svar:

Sæl
Til hamingju með dótturina!
Hvað er til ráða með líðan þína. Mörgum ungum mæðrum finnist þær vera einar með börn sín og finna að barnsfeðurnir taka ekki nógu mikið tillit til þeirra. Kærastinn þinn er að sinna námi sem væntanlega gerir hann betur færari til að sjá fyrir barni. Hann er líka upptekinn af fyrri lifnaðarháttum sem þarf oftast að endurmeta til þess að hlutverkið ábyrgur faðir og maki komist líka fyrir. Karlmönnum gengur misjafnlega að laga sig að breyttum aðstæðum, taka á sig skyldur og horfast í augu við minna eða öðru vísi frelsi. Það að þér finnst þú vera einmana og oft leið setur þig í hættu fyrir þunglyndi, sem aftur torveldar þér að sinna móðurhlutverkinu. Hvernig faðir vill hann vera? Þetta er atriði sem þið tvö getið rætt til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu, gætir þú fengið meiri tilfinningalegan stuðning frá kærastanum?
"Ofsalega lélegt sjálfsmat", "ég ólst upp við alkóhólisma" og "kynferðislegu ofbeldi alls ekki af verstu gerð". Þetta eru atriði sem þarfnast meðferðar. Kynferðislegt ofbeldi þótt það sé ekki af verstu gerð er líklegt til að leiða af sér margs konar vandamál. Eitt af því er lélegt sjálfsmat og einhver tilfinning um að eiga ekki betra skilið. Oft fylgja með erfiðleikar við að setja mörk, ákveða hvað þú lætur bjóða þér og líka hvað þú ert tilbúin að gefa af þér.
Reiðiköst og vonleysi er eins konar neyðarkall. Það er von framundan! Margir sálfræðingar hafa reynslu af svipuðum vanda og þú lýsir.
Með baráttukveðjum
JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.