Börn/Unglingar / Spurt og svarađ

Óregluleg eftirsjá?


Spurning:

Hæ Ég upplifi mig sjaldan eins og eina af hópnum. Ég hef nærri alltaf verið þannig. Ég verð mikið reið, þegar ég ætti td að upplifa sorg. Stundum get ég orðið mjög kvikindisleg við fólk og særi það viljandi og það versta er að ég fæ oft ekki vott af samviskubiti. Fólk sem verður fyrir barðinu á mér er frá því að vera fjölskyldan mín til þess að vera kellingin í bankanum. Ég fékk mjög gott uppeldi að ég held og get oft falið hugsanir og ill plön upp í haus, en af og til get ég gjörsamlega misst mig og það kemur fólki alltaf jafn mikið á óvart. Þegar ég var yngri var ég vön að byðjast afsökunnar eða ljúga til að koma mér út úr veseninu til þess að særa ekki fjölskylduna.. Núna er ég orðin fullorðin og á orðið í miklum erfiðleikum við að finna upp eithvað sem afsakar fáránlega hegðun mína.. Stundum skammast ég mín mjög mikið, en í annan tíma sé ég ekki eftir neinu... Gæti þetta verið vandamál??


Svar:

Sæl

Spurning þín gæti þetta verið vandamál?
Það sem þú telur upp hefur komið þér í vanda. Hér er spurningin um hvort þú komir fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig? Annað er tilfinningin um að vera utanveltu. Ef maður vill komast inn í hóp þá þarf oftast að reyna að þóknast hinum, það er ekki góð hugmynd að troða meðlimum hópsins um tær. Særa fólk viljandi? Er það til þess að slá á eitthvað óþægilegt í þinum huga, beina reiðinni í farveg?
"Það versta er að ég fæ ekki vott af samviskubiti". Ef þú skoðar það í samhengi við gott uppeldi og þú veist mun á röngu og réttu getur það verið vandamál að því leyti sem innri rödd samviskunnar megnar ekki að halda aftur af þér eða fá þig til að bæta skaðann.
Eins og þú lýsir þessu er þér ljóst að það skapar vanda að vera "kvikindisleg" við aðra. Þetta getur orðið vandamál fyrir þá sem verða fyrir þér - viðbrögð þeirra geta þýtt "vesen" og vandræði. Það má líka lesa út úr þessu að þér sjálfri líði ekki heldur vel með þetta, "stundum skammast ég mín mjög mikið, en í annan tíma sé ég ekki eftir neinu". Þar með er komið svarið við spurningunni í upphafi: Já. Þú virðist líka tilbúin að fara að takast á við vandann - það er góð hugmynd að leita aðstoðar.
Með kveðjum
Jón Sigurður Karlsson
Sálfræðingur

www.persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.