Sjálfstraust / Spurt og svarađ

Ţunglyndi međ árstíđasveiflu?


Spurning:

þannig er mál með vexti að það hefur ekki verið hægt að vekja mig frá 11ára aldri og er orðin 20ára núna....vekjaraklukka hefur engin áhrif á mig slekk ekki einu sinni á henni í svefni....það þýðir lítið að reyna hrista mig því það gerir ekkert gagn....hef ekki getað mætt almennilega til vinnu frá því að ég byrjaði að vinna sem var á 14ára aldri....skiptir littlu máli hvenar ég fer að sofa nema ég sofni um 7-8 leitið að kvöldi til þá er ég vaknaður um 8 leitið næsta morguns... en svo þegar ég vakna vill svo til að það er mjög erfitt að rísa upp úr rúminu. hef prófað ýmsar leiðir eins og hreinsa öll raftæki úr herberginu og slá út rafmagninu fyrir svefn en engu breyti það. samt get ég stundum vaknað ef ég er ekki í mínu rúmi sem er ekki á mínu heimilli. ég er alltaf mun verri að vetrarlagi en sumars....vantar hjálp er orðinn dauðleiður á þessu og gjörsamlega andlega búin líka er búin að geta sætt mig við þetta seinustu árin enn það er orðið skrambi erfitt


Svar:

Sæll

Mér finnst mögulegt að þú sért með þunglyndi með árstíðasveiflu (skammdegisþunglyndi). Þetta er ástand sem erfitt er að byrja að meðhöndla með sálfræðilegum aðferðum, það þarf yfirleitt að byrja með lyfjagjöf og/eða ljósameðferð. Virkni ljósameðferðarinnar er ekki fullrannsökuð enda þótt hún sé mikið notuð, en geðlæknir getur metið hvað hann telur ráðlegast.  Legg til að þú leitir til geðlæknis til að greiningar og meðferðar. Kristinn Tómasson er yfirleitt fljótur að gefa tíma þeim sem ég vísa til hans og hann er að mínu áliti mjög fær. Að því loknu getur verið að sálfræðileg meðferð komi til greina til að hjálpa þér við að fást við tengd vandamál og lausnir á þeim.

Með kveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur
www.persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.