Tilfinningar / Spurt og svarađ

Út úr vítahringnum


Spurning:

Hæ hæ ég er 31 árs kona ég á heima úti á landi og hef átt heima hér alla ævi. Ég á einn æðislegan 3ára strák og er einstæð. Mér líður mjög illa. Ég á mjög erfitt með að tjá mig og mínar tilfiningar. Allavegana finn ég lítinn tilgang með þessu lífi ekkert nema strákin minn jú það er stór tilgangur en það vantar meira ég græt á hverjum degi úr leiða mér finst að enginn líki við mig enginn kemur í heimsókn þó ég sé í saumó með 10 stelpum fynst mér eins og að ég sé bara þar afþví að ég var vinkona þeirra 10 árum kanski er ég bara leiðinleg mig langar ekki að gera neitt eina sem ég geri er að éta og éta ég get ekki hætt ég verð gera eitthvað ég get ekki látið drenginn minn alast upp með grenjandi offeita mömmu hann á betur skilið. Hvað get ég gert læknirinn sem er hér er ekki hægt að tala við hann kann ekki mannlegsamskipti ég þarf að tala við einhvern !!!!!!


Svar:

Sæl
Það lítur út fyrir að þú sért komin í vítahring með líðan þína. Þú getur tjáð tilfinningar þínar eins og þú hefur skrifað til okkar, það er alla vega góð byrjun. Legg til að þú takir líðan þína sem vísbendingu um að þú þurfir að gera eitthvað í þínum málum. Þú getur skoðað prófin á Persona.is til að glöggva þig betur á ástandi þínu, t.d. með því að skoða þau tvö sem fjalla um þunglyndi. Þú óttast líka offitu, getur það tengst því að þú (of)notar mat til huggunar, eða er þetta afleiðing af óvirkni.

Það að enginni komi í heimsókn þarf ekki að þýða að engum líki við þig. Saumaklúbburinn þinn er líka vísbending um trygglyndi, þær standa með þér og þú með þeim? Þú getur líka haft samband af fyrra bragði við vinkonur þínar, frekar en að bíða eftir að eitthvað gerist.

Þú segir að sonur þinn eigi betra skilið, það getur virkað sem hvatning á þig. Þegar líðan þín batnar er líklegt að þú getir gefið honum meira.

Hvað er til ráða: Þú getur kannað hvort einhver sálfræðingur starfi á þínu svæði, það getur verið við leikskóla eða grunnskóla eða sjálfstætt starfandi. Þú getur líka athugað í nágrannasveitarfélögum eða athugað Reykjavíkursvæðið. Annar möguleiki er að athuga lækninn, spyrja hann beint hvort hann vilji athuga hvort þú sért hugsanlega þunglynd og ráðleggja lyfjagjöf eða biðja hann um að vísa þér annað. Þá getur líka verið möguleiki að ræða við hjúkrunarfræðing á heilsugæslustöðinni til þess að leiðbeina þér í samskiptum við lækninn. Ég tel hugræna atferlismeðferð  - eða þunglyndislyf tvo bestu kostina, annað hvort saman eða sitt í hvoru lagi. Versta kostinn tel ég að gera ekki neitt.

Með kveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.