Tilfinningar / Spurt og svarađ

Ákveđni, stjórnsemi, frekja?


Spurning:

Hæ hæ Nýlega hef ég verið að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég á við vandamál að stríða. Ég er svo rosalega frek og vill stjóra öllum í kringum mig. Ég hef verið í sambandi í eitt og hálft ár en það var því miður að enda fyrir stuttu, og tel ég það hafa verið vegna þess hversu ofsalega frek ég er. Til dæmis fór ég í ofsalega fílu fyrir stuttu þegar hann vildi ekki gretta sig fyrir mig, og ég varð alveg ofsalega fúl og endaði með því að ég fór að gráta! Ég skildi það ekki fyrr en hann endaði sambandið hvernig manneskja ég er! Það var auðvitað bara frekja í mér að ætla að neyða hann til að gretta sig! Ég veit að þetta hljómar ótrúlega barnalega af mér að láta svona en svona er ég, og þegar ég var lítil var ég svona líka við systur mína. Ég hreynlega stjórnaði henni og ef hún gerði ekki það sem ég vilidi þá varð ég brjáluð! Ég kann ekki að hafa stjórn á skapi mínu og er að reka fólk sem mér þykir mest vænt um í burtu frá mér! Ég vil alls ekki lifa svona lífi! Ég hef marg oft reynt að laga þessa hluti en enda alltaf aftur í sama farinu, ég hreynlega veit ekki hvernig ég losna út úr þessu! En ég veit að svona vil ég ekki vera því svona verð ég ekki hamingjusöm í þessu lífi, og ég rak í burtu frá mér yndislegan strák sem ég myndi svo gjarnan vilja eyða lífi mínu með. Ég vil læra að stjórna skapi mínu en ég veit ekki hvernig ég geri það! Með von um hjálplegt svar! Kveðja, Frekjan!


Svar:

Sæl

Hvað er heilbrigt og sjúklegt fer stundum eftir því hvað við komumst upp með. Hvar eru mörkin milli hins jákvætt hlaðna orðs ákveðni og frekjunnar sem er með neikvæða hleðslu. Ákveðni þýðir líklega meira það að standa á sínum rétti, en viðurkenna rétt hins líka, enda þótt þar geti maður stundum lent út við ystu mörk. Frekjan eða óhófleg stjórnsemi er þá notað yfir hegðun sem fer yfir mörkin gagnvart hinum, tekur ekki tilfinningar hins aðilans gildar. Við erum meira og minna að stjórna fólki í kringum okkur og látum stjórnast. Að einhverju leyti er þetta listin að fara pent með "frekjuna" og hins vegar að kunna að láta undan og taka tillit til annarra.
Afleiðingar gerða okkar geta leitt okkur til að staldra við og hugsa okkar gang. Mér heyrist þú telja óhóflega stjórnsemi hafa eyðilagt samband við yndislegan strák og samband þitt við systur hafa spillst út af þessu. Þegar við rekumst á og skoðum eigin hlut í vandræðunum er líklegt að við séum almennt mótttækilegri fyrir breytingum. Mikið skap getur bæði verið uppbyggilegt og eyðileggjandi, fer eftir því hvernig maður stjórnar því. Líklega er rétti tíminn núna að leita aðstoðar þegar þú sérð að það sem þú hefur reynt er ekki að virka.
Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.