Samskipti / Spurt og svarađ

Lygar


Spurning:

Sæll/sæl,ég hef spurningu varðandi lygar. Bróðir minn sem er á fertugsaldri lýgur og það mikið að ég myndi halda að það væri sjúklegt. Við fjölskyldan höfum öll tekið eftir þessu en það virðist vera eins og einhver meðvirkni hjá okkur gagnvart honum að segja aldrei neitt við hann. Manni þykir óþægilegt og vandræðalegt sem fullorðinn einstaklingur að segja við aðra manneskju; Þú ert að ljúga! Um daginn stóðum við fjölskyldan bróðir minn að afar stórri lygi sem hefði getað endað með lögsókn þetta var svo svívirðilegur óheiðarleiki. Hann hélt áfram þrátt fyrir að öll fjölskyldan hafi verið búin að átta sig á lygunum og bara hélt við lygina.Eftir atvikið nýlega hef ég verulegar áhyggjur af honum, þetta er hreint og beint geðsjúkt. Það hlýtur að vera einhver rökvilla í þér þegar þú ert farinn að trúa lygunum þínum og getur ekki bakkað þegar þú ert nappaður. Lygarnar hjá honum snúa yfirleitt að peningum eða þá að hann notar þær til að fegra sannleikann. Hann lýgur ekki bara til að ljúga heldur til að Hvað er hægt að gera? Ef nokkuð? Hvernig væri best fyrir fjölskylduna að haga sér gagnvart honum?? Með von um svar Systir Gosa


Svar:

Sæl
Hvernig er best fyrir fjölskylduna að haga sér gagnvart honum? Líklega með því að hætta að hjálpa honum við að komast hjá því að taka afleiðingum gerða sinna. Ef meðvirknin sem þú nefnir snýst um að hjálpa honum út úr vandræðum eða með því að segja ekki neitt við hann þá er hefur það greinilega ekki borið árangur til lengdar.

Með kveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.