Sambönd / Spurt og svarađ

Persona.is


Spurning:

Sæl. Mig langar að byrja á að hrósa ykkur fyrir þennan vef, hann er mjög nytsamlegur. Ég er með smá spurningu sem mig langar að fá svar við. Ég er 19 ára gömul og er eigilega bara alveg komin með nóg af öllu. Ég er ekki í sjálfsmorðshugleiðingum eða eitthvað svoleiðis en ég er búin að fá nóg af öllu í lífi mínu, fjölskylduvandamálum, tilfinningarugli og strákaveseni. Á síðastliðnu ári hefur alltof mikið verið í gangi hjá mér og ég á svo erfitt með að treysta fólki að þó ég segi bestu vinkonu minni nánast allt, er svo margt sem ég held inni og vil ekki leggja á hana. Mig langar til að panta mér tíma hjá sálfræðingi, til þess að geta opnað mig við og losað aðeins um og fengið ráð, en bý úti á landi og veit ekki alveg hvert ég á að leita. Er einhver vefsíða sem er hægt að skoða og panta tíma hjá sálfræðingi á? Takk kærlega!


Svar:

Sæl

Þakka þér fyrir hlý orð í okkar garð.

Þú getur pantað tíma á www.persona.is og fleiri heimasíðum sálfræðinga, með því að senda viðkomandi tölvupóst. Netföng okkar finnur þú með því að ýta á "sjá ítarefni" við hliðina á mynd af viðkomandi sérfræðingi.

Bestu kveðjur

JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.