Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Lyf + viđtöl?


Spurning:

Hæ. Ég hef í langan tíma barist við svefnleysi og fengið vægt skammedegisþunglyndi yfir svartasta veturinn síðastliðin 5 ár eða svo. Svefnleysið hefur þó varað lengur og ég man eftir mér alveg niður í 8 ára gamlan andvaka. Það lýsir sér þannig að ég get engan veginn sofnað, hugsa bara og hugsa. Fæ hugmyndir að verkefnum sem ég vil vinna úr helst strax(er sjálfstætt starfandi ljósmyndari/listamaður) á nóttuni en svo daginn eftir þegar ég ætla að byrja að vinna í þessum hugmyndum þá kem ég engu í verk. Enda oftast á því að skoða bara netið í nokkra tíma eða liggja uppi í rúmi að horfa á heiladauða sjónvarpsþætti. Áður fyrr þá var ég mjög hress, hafði þor í það að tala við fólk úti á götu en núna finnst mér bara eins og að ég sé heiladautt vélmenni. Flýti mér rosalega mikið hvert sem ég fer, staldra aldrei við og tek hlutunum með ró. Einnig er ég alveg hættur að svara í símann ef það eru ókunnug númer. Ég hef ferðast mjög mikið og á ferðalögum mínum þá líður mér yfirleitt vel, er hressari, sef betur, til í allt og almennt glaður. Því virðist sem að við heimkomuna á klakann þá fari allt í steik. Áhyggjurnar og verkefnin hlaðast upp, vinnan situr á hakanum og ekkert gerist. Ég er í raun og veru farinn að öfunda fólk af því að hafa dugnað og bjartsýni í sér. Ég hef aldrei öfundað fólk áður, var alltaf sáttur með sjálfan mig en nú er eins og að það sé alveg farið. Það er eins og að einhver hafi bara stigið á bremsuna hjá mér og stigi bara fastar og fastar með hverjum degium. Er þetta skammdegisþunglyndi farið að þróast út í dýpra þunglyndi? Ég er eiginlega kominn á þá niðurstöðu sjálfur en veit ekki hvernig ég á að rífa mig upp úr þessu. Hef aldrei verið skipulagður en mér dettur í hug að reyna að gera smá dagatal og klára nokkur stór verkefni sem fyrst, svona til að koma þeim frá mér. Ég pantaði reyndar tíma hjá heimilislækni um daginn en fékk mig svo ekki til að fara :( Með von um svör.


Svar:

Sæll

Mér sýnist þetta líkjast frekar alvarlegu þunglyndi. Legg til að þú pantir strax tíma hjá heimilislækninum þínum með lyfjameðferð við þunglyndi í huga, annað hvort mundi heimilislæknirinn skrifa upp á lyf eða vísa þér til geðlæknis. Besta hugmyndin er að öllum líkindum þunglyndislyf og í framhaldi af því hugræn atferlismeðferð hjá sálfræðingi.

Með baráttukveðjum

JSK

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.