Svefn / Spurt og svarađ

Nćturtryllingur


Spurning:

Halló, er eðlilegt fyrir tæplega þriggja ára barn að fá slík ofsaköst stundum þegar það vaknar upp af svefni að það er hættulegt sjálfu sér og öðrum? Þessi ofsaköst eiga sér aldrei stað í vöku, bara ef hún vaknar seint um kvöld eða um nótt. Yfirleitt vitum við foreldrarnir ekki hvað hún sækir í eða vill en ef við reynum að beina henni aftur inn í rúm eða hindra för hennar þá tryllist hún svona. Hún er tóm í framan, maður nær ekki augnsambandi við hana, hún er ekki með reiðisvip heldur frekar bara engan svip en öskrar stanslaust og hefur jafnvel rumið eða urrað. Hér áður fyrr nægði mér að loka hana af inni í herb. og ég sat svo á gólfinu með opinn arminn og beið þangað til hún var tilbúin að koma til mín sjálf og þá rann þetta skeið af henni. Núna undanfarið hefur hún jafnvel ráðist á mig og rifið í hárið á mér, hendir sér á veggi og veltir um stórum og þungum hlutum...s.s. bara hreinlega hættuleg sjálfri sér og öðrum. Núna síðast þá varð pabbi hennar að halda henni fastri í fanginu, þó svo við vitum að það hjálpar ekki, þá urðum við bara að gera það. Þetta ástand tekur mis langan tíma og oftar en ekki nær pabbi hennar að fá hana til að detta úr því með einhverju sem hún veitir áhuga. EF ég hef spurt hana út í þetta daginn eftir þá man hún þetta ekki, en eftir sjálft kastið er hún ofsalega lítil í sér og vælir. Við fluttum í nýtt húsnæði fyrir hálfu ári sem tók svolítið á hana og svo á hún von á systkini núna á næstu vikum. Hún fékk samt svona köst þegar hún var yngri og engar breyttar aðstæður í aðsigi. Hún er viðkvæm sál, ofsalega umhyggjusöm, ber allar tilfinningar utan á sér og tekur væntanlega allt of mikið inn. Afskaplega skýr og gáfuð og óþolinmóð ef henni tekst ekki að gera eitthvað strax. Hún skilur OF mikið miðað við aldur og hefur mamma oft nefnt að hún sé í raun of gömul miðað við líkamann og það orsaki gremju. GEtur þetta verið ómeðvitað óstand sem hún er þarna í eða er þetta \\"steam off\\" hjá henni. Áður en ég varð móðir þá átti ég einnig það til að missa svona stjórn á mér, það gerðist bara ef ég fór að gráta (streitulosun eða særindi) og fékk ekki huggun eða stuðning hjá ástvini.


Svar:

Sæl
Það sem þú ert að lýsa er líklega fyrirbæri sem hefur verið kallað "night-terror" á ensku, eða næturtryllingur á íslensku. Margir sérfræðingar, þar á meðal barnalæknar telja þetta "normal" og frekar "algenga" hegðun, sérstaklega á aldrinum 3-5 ára. Venjulega gerist þetta á dýpsta svefnstiginu, klukkutíma eða tveimur tímum eftir að barnið sofnar. Það er spurning hvort það sé á mörkum djúpsvefns og draumsvefns þar sem eitthvað fer úr takti. Yfirleitt vaxa börn upp úr þessu, en það getur vissulega verið erfitt meðan á því stendur.

Nokkur ráð:
Haldið ró ykkar. Þetta er ekki eins alvarlegt og það lítur út fyrir að vera.
Verið hjá barninu þar til tryllingurinn er yfirstaðinn, það er ekkert hægt að gera til að stöðva tryllinginn. Skiptir mestu að barnið skaði sig ekki, vera tilbúinn að halda því ef með þarf.
Ekki minnast á næturtryllinginn daginn eftir: Börn muna ekki það sem gerist í þessu ástandi. Þau geta hins vegar orðið áhyggjufull og óttaslegin yfir því að vita að þau missi svona stjórn á sér.
Reynið að vekja barnið hálftíma eftir að það sofnar og láta það sofna aftur. Þetta getur breytt gangi svefnsins hugsanlega þannig að svefninn fari ekki út af sporinu á mörkum djúpsvefns og draumsvefns.
Reynið að tryggja að barnið fái nægan svefn. Þreyta getur haft áhrif.

Vona að þessi ráð komi ykkur að gagni.

Með kveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.