Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Erfitt ađ leita hjálpar


Spurning:

Sæl, Hvað á maður að gera ef maður finnur sig svo langt leiddur í þunglyndi að maður fær sig ekki til að leita sér hjálpar? Ég get ekki leitað til vina né vandamanna því veit að þau hafa margt á sinni könnu og vil ekki þröngva mínum vandamálum á þau... vil bara ekki að neinn viti af þessu. Mitt vandamál sem ég þarf að komast yfir! Ég fæ mig ekki til að hringja til læknis og panta tíma - á erfitt með að koma mér úr rúminu... og ég get bara ekki hugsað mér að fara til heimilislæknis minns til margra ára - bæði af því ég er hrædd um að fá grátkast inni hjá honum og hann er of tengdur fjölskyldu minni. Hvað get ég gert? ég er orðin svo þreytt


Svar:

Sæll

Mér sýnist full ástæða fyrir þig að leita þér hjálpar. Það eru nokkrar leiðir ef þú vilt ekki fara til heimilislæknis þíns. Þú getur byrjað á að fara til geðlæknis eða sálfræðings. Það þarf ekki tilvísun frá heimilislækni til geðlæknis. Sálfræðingur getur hjálpað þér við að ná áttum með samtalsmeðferð (hugræn atferlismeðferð sýnir bestan árangur í rannsóknum). Samtalsmeðferð gerur verið með eða án lyfjameðferðar sem geðlæknir eða t.d. heimilislæknir mundi sjá um.
Ótti þinn við að fara til heimilislæknis með þunglyndisvanda: Mundu að flestir heimilislæknar hafa hitt marga með þunglyndi og það sem er sagt hjá þeim er trúnaðarmál.
Það er hægt að byrja á þunglyndislyfjum og sjá til með viðtalsmeðferðina eða byrja á hugrænni atferlismeðferð og sjá til með lyfjameðferðina. Það var þannig að þunglyndislyfin voru talin fyrsta úrræði en rannsóknir hafa sýnt að það kemur jafnvel eða betur að byrja á hugrænni atferlismeðferð nema þegar um djúpt þunglyndi er að ræða. Þar sem við vitum ekki á hvaða stigi þú ert, tel ég mikilvægast að gera eitthvað af þessu sem fyrst: Leita til geðlæknis, heimilislæknis eða sálfræðings.
Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
Sálfræðingur

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.