Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Fundir eđa ekki fundir


Spurning:

Er alltaf mikilvægt fyrir spilafíkla sem eru hættir að spila að fara á fundi t.d. hjá Gam eða eitthvað svoleiðis? Kærastinn minn hefur ekki spilað núna í nokkra mánuði en hefur ekki farið nema á fáeina fundi hjá Gam, bara fyrst þegar hann hætti, en finnst þetta ekki eiga við sig. Það eru allir svo hneykslaðir að hann fari ekki á fundi en honum gengur bara mjög vel eins og er. Hvað er best að gera í þessum málum ? Mér finnst svo lítið sem hægt er að leita til í fyrir aðstandendur í þessum aðstæðum.


Svar:

Sæl

Reynslan af AA starfinu sýnir að þeir sem sækja fundi reglulega, sérstaklega fyrstu árin eftir meðferð, eru líklegri til að haldast á réttri braut en hinir. Frá þessu geta verið undantekningar, það er til fólk sem telur AA (og líklega GA líka) ekki henta sér. Mér sýnist að það mundi almennt vera öruggara að sækja fundi sérstaklega fyrsta eða fyrstu árin í baráttunni.

Með kveðjum´
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.