Kvíđi / Spurt og svarađ

Kćkir og útlit


Spurning:

Góðann dag er með 2 spurningar takk: Dóttir mín 9 ára er farin að taka upp á því í tíma og ótíma að fetta og bretta líkamann líkt og um kæk sé að ræða. Það er næstum eins og það sé einhver spenna eða óþol í líkamanum. Allavega svona bara alltíeinu inn í t.d miðri verslunarferð sveigir hún búkinn til vinstri eða hægri. Er að spá hvort þetta sé einhver kækur. Mér finnst hálfóþægilegt að horfa á hana gera þetta því hún verður eitthvað svo skökk og skæld 2. Báðar dætur mínar erum mjög æðaberar....og er þessi eldri 14 ára aðeins farin aðhafa áhyggju svona útlitslega af þessu. Er þetta alveg eðlilegt? takk Helga


Svar:

Sæl Helga,

Þegar við metum hvort hegðun sé eðlileg eða ekki þá er yfirleitt best að byrja á því að skoða hvort hún trufli eða skaði viðkomandi eða aðra í umhverfinu.  Stundum getur maður þó tekið eftir skaðlegri hegðun snemma.  Í slíkum tilfellum er yfirleitt um að ræða hegðun sem áhorfendum eða einstaklingunum sjálfum finnst vera óvenjuleg, illviðráðanleg eða vekur hjá þeim einhverjar slæmar tilfinningar.

Ef kækir dóttur þinnar orsaka hjá henni vanlíðan er afar mikilvægt að láta athuga bæði hvort um er að ræða líkamlegt eða andlegt vandamál.  Kæki má mjög oft rekja til líkamlegra sjúkdóma sem má ná góðum tökum á en verður að meðhöndla hjá lækni.  Í öðrum tilfellum er um að ræða andlegt vandamál þar sem viðkomandi missir einhverra hluta vegna stjórn á hegðun sinni vegna þess að hún veitir viðkomandi eitthvað eða viðkomandi hefur tekist að sannfæra sjálfan sig um að svo sé.  Þannig getur til dæmis mikil streita orsakað að einstaklingur upplifi mikla vanlíðan sem hann svo reynir að bregðast við með ýmsu móti.  Ef bjargráð einstaklingsins orsaka einhverja hvíld frá streitunni mun hann að sjálfsögðu endurtaka það og þannig getur myndast kækur.  Með þessum hætti eru til dæmis dæmi um einstaklinga sem upplifa köfnunartilfinningu vegna mikillar streitu sem þeir svo reyna að losna við með því að sjúga inn auka loft eða geispa.  Þar sem geispinn orsakar augnabliks frelsi frá köfnunartilfinningunni byrja þessir einstaklingar að geispa í sífellu og mjög fljótlega verður þetta að kæk sem virðist ekkert eiga neitt skilt við það sem truflaði einstaklinginn til að byrja með. 

Ef þér finnst kækurinn vera að versna eða vera orðinn of slæman myndi ég mæla með að þú leitaðir fyrst með dóttur þína til læknis til að útiloka líffræðileg vandamál.  Ef það leiðir ekki til lausnar mæli ég með að þú leitir aðstoðar sálfræðings sem hefur reynslu af að vinna með börnum.

Varðandi seinni spurninguna myndi ég mæla með að spyrja lækni að því hvort vandinn sé innan eðlilegra marka.  Ef svo er þá myndi ég fylgjast með hvort áhyggjur dóttur þinnar fari yfir það sem eðlilegt getur talist.  Á þessum aldri er ósköp eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af útliti sínu þar sem það er að byrja að feta sig á alveg nýjum vettvang.  Á unglingsárunum lærum við að takast á við nýjar félagslegar aðstæður sem hafa umtalsverð áhrif á sjálfsálit okkar.  Nú til dags hefur gífurleg útlitsdýrkun tröllriðið heiminum og verða ómótaðir unglingar að sjálfsögðu einna verst fyrir barðinu á þeirri þróun.  Það besta sem foreldrar geta gert er að byggja góð samskipti við börn sín og hjálpa þeim þannig að takast á við þróunina í samfélaginu.  Með því að eiga góð samskipti við unglingana geta foreldrar veitt börnum sínum mikilvægt mótvægi og kennt þeim þannig hvað sé í raun mikilvægt.

Ef áhyggjur dóttur þinnar stigmagnast og vandinn er ekki þess eðlis að taka þurfi á honum hjá lækni myndi ég mæla með að hún leitaði í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi eða álíka fagaðila sem gæti hjálpa henni að byggja upp og styrkja sjálfstraust sitt.  Einnig myndi ég mæla með að þið mæðgurnar eydduð góðum gæða stundum saman og rædduð málin ef það er mögulegt og samband ykkar bíður upp á það.

Ég vona að ég hafi svarað spurningu þinni en annars skaltu ekki hika við að skrifa okkur hjá Persona aftur. 

Gangi ykkur vel,
Eyjólfur Örn
Sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.