Kvíđi / Spurt og svarađ

Dramatiskar lýsingar?


Spurning:

Frekja, þunglyndi, geðhvörf eða hvað? Hvað ætli hrjái manneskju (konu) sem er tilbúin til að eyðileggja allt fyrir öllum bara af því hlutirnir eru ekki eins og hún vildi að þeir væru. Hún er tilbúin til þess að eyðileggja hamingju heillar fjölskyldu og sér ekkert í heiminum nema sjálfa sig. Hún lýgur svo sjúklega og verður svo tvísaga að það hálfa væri meira en nóg. Hún vill eyðileggja afmælisdaga fyrir börnum af engri ástæðu. Hún þolir ekki að aðrir en hún geti verið hamingjusamir og ástfangnir og yfirhöfuð ánægðir með lífið. Hún gjörsamlega hatar að dóttir hennar eigi aðra fjölskyldu en bara hana og hennar foreldra og enn verr fer í hana að dóttur hennar líður svo vel með föður sínum og hans fjölskyldu. Henni finnst hún ein mega elska barnið. Hún öskrar á fólk hvort sem hún þekkir það eður ei og segir hvað henni finnist um það, henni finnst að hún ein eigi að hafa rétt til að umgangast dóttur sína og taka ákvarðanir er að barninu lúta. Í raun á bara allt að snúast um hana og aftur hana og engan annan. Henni finnst í lagi að hún ljúgi, henni finnst í lagi að hún stjórni lífi annarra með sínu dagsformi, henni finnst í lagi að loka á aðra fjölskyldu barnsins, bara af því hún er ekki lengur hluti af henni og svo framvegis. Hún getur verið virkilega ör, ég veit til þess að hún hefur verið þunglynd en ég veit ekki hvernig greiningu hún fékk á sínum tíma, hún getur lagst í það að grenja og grenja og endalaust vorkennir hún sjálfri sér og sér í raun ekkert í lífinu nema sjálfa sig. Þegar hún hefur átt \\"erfiðar\\" stundir hefur hún sýnt barni sínu algjört sinnuleysi og vil ég meina að hún veiti henni ekki það sem hún þarf til að þroskast og meina ég þá örvun og agað uppeldi en kaupir svo barnið sitt þess á milli og að sjálfsögðu reynir barnið hvað það getur til að komast eins langt með annað fólk og móðirin hleypir henni. Allt er þetta bara af því henni finnst eitthvað og hún vill stjórna, er þetta bara frekja eða ætli það sé eitthvað meira að hjá blessaðri konunni?


Svar:

Sæl

Mér finnst lýsingar þínar dramatiskar og bera vott um að þú skynjir konuna í svart/hvítu. Það er helst hún sjálf sem getur tekið á sínum málum ef og þegar hún hefur áhuga á því. Samkvæmt þínum eru viðbrögð hennar út á við, bitna meira á fólkinu í kringum hana en henni sjálfri. Hins vegar er ekki útilokað að hún finni til vanlíðanar, depurðar, reiði, kvíða o.s.frv þegar hún rekur sig á. Ef þú vilt vita meira þá gætir þú reynt að skoða viðbrögð hennar í fleiri litum en svart-hvítu eða með því að reyna að af-dramatisera þau. Það eru nokkur sjálfspróf hér á persona.is sem gætu gefið þér einhverjar vísbendingar um hugsanlega greiningu á vanda, en mundu að það er erfitt að breyta þeim sem ekki vill láta breyta sér.

Með kveðjum
JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.