Börn/Unglingar / Spurt og svarađ

lundarfar barns


Spurning:

Halló og takk kærlega fyrir góðann vef. Vangaveltur mínar snúa að 2 ára dóttir minni. Hún hefur frá því hún kom í heiminn verið með sérstakt lundarfar, hún var erfitt ungabarn og þurfti mikið að hafa fyrr henni fyrstu 3 mánuðina. Lífið var auðvelt fram til svona 15 mánaða en þá lærði hún að labba og var farin að tala ansi mikið. Gat t.d talið frá 5 og uppí 10. Núna er hún nýrorðin 2 ára, kann að telja uppá 20, kann stafrófið og talar á við herforingja. Skilur ensku þegar hún er töluð við hana og svo erum við nýflutt erlendis og hún nær sér í orð úr því tungumáli án þess að blikka augunum. Eftir að hún var 3 mánaða þá fór hún að sofna sjálf, ekkert mál að fara uppí rúm, hún liggur þar glöð og talar við sjálfa sig þangað til að hún sofnar. Hinsvegar hefur hún alla tíð verið að vakna oft á nóttunni og þar er ekkert lát á. Verstu næturnar og hún getur vaknað allt að 30x - hún er ekki að biðja um neitt og yfirleitt er nóg að bara hagræða henni og hún sofnar aftur. Hún hefur aldrei viljað sofna uppí svo það er ekki í boði. Stundum getur hún grátið mikið en það tekur samt yfirleitt ekki lengur en svona 10 mín. Hún byltir sér mikið í svefni og umlar líka, stundum fær maður það á tilfinninguna að henni líði ekki sem best ef maður heyrir í henni. Svo er annað - hún þolir illa öll hljóð. Það má ekkert eða allavega lítið útaf bregða og hún tryllist. Þá meina ég bókstaflega tryllist af hræðslu. Grípur fyrir eyrun og öskrar nei og ef það hættir ekki þá grætur hún óstjórnlega. Þetta getur verið frá háum hljóðum og yfir í saklaus lágvær hljóð eins og í litlum dóta löggubíl. Hún var hjá dagmömmu frá 9 mánað og þangað til hún var 22 mánaða, það gekk hryllilega að aðlaga hana - við erum að tala um 2 mánuði og við gáfumst næstum því upp en þetta hófst á endanum. Henni er illa við fólk, það má alls ekki koma hratt að henni eða skella sér í samræður því þá gæti hún tryllst eða gripið fyrir eyrun og farið að öskra NEI. Hún á það líka til að lemja fólk ef það kemur að henni. Eða hún tryllist og verður alveg brjáluð af hræðslu. Ég hef farið með hana nokkrum sinnum á opinn leikskóla he´r í landi og hún \"interactar\" ekkert við börnin. Leikur ekki við þau, horfir varla á þau nema þá ef að börnin koma nálægt henni eða mér þá væri hún vís til að tryllast. Hefur reyndar ekki tryllst en er svona í byrjunarham en ég næ að leiða hana eitthvað frá svo að hún byrji ekki. Iðulega er þessi litla dama mjög kát og hress, er eins og ég sagði alveg bráðskýr og gaman að henni. En hún er með skap sem hefur verið að koma sérstaklega í ljós núna síðustu 3 mánuði sem er eðlilegt miðað við aldur. Hinsvegar veit ég ekki hvernig ég á að díla við brjálaðað 2 ára barnið sem lemur mig, eða fleygir öllu dótinu sínu í gólfið ef þú getur ekki lesið bókina NÚNA. Hún dundar sér lítið sem ekkert ein. T.d er hún skíthrædd við kengúru í barnabók - grípur um sig og byrjar að væla því kengúran er með unga í pokanum :) Ég get alveg hlegið að þessu líka :) Núna hafa fleiri en 1 sagt við mig að það gæti verið eitthvað að henni annað en að hún sé bara með sérstakt lundarfar og fólki finnst hún skrýtin, þessi hræðsla við hljóð og að grípa fyrir eyrun. Núna stikla ég á stóru en ég vildi segja frá öllu. Hvða segið þið er ástæða til að skoða hana nánar?


Svar:

Það getur verið frekar erfitt að segja til um hversu eðlileg þessi hegðun getur verið miðað við lýsingarnar.  Það er margt sem gæti bent til að það sé eitthvað til að athuga og hjálpa henni með en auk þess er margt líka sem getur verið eðlilegt miðað við aldur hennar og skap tímabil sem myndast oft á þessum aldri. Auk þess talar þú um að þið séuð nýflutt erlendis og á þeim tíma myndast oft streitutímabil og hefur áhrif á skap. Það gæti hinsvegar verið gott að ráðfæra sig við einhvern frekar þó að sé ekki nema til að róa þig við þessar efasemdir.  Dettur mér í hug að þú getur ráðfært þig við starfsfólk leikskólans og ef þeir telja mögulegt og þörf þá væri hægt að fá sálfræðing leikskólans til að hitta hana.  Ef þessi möguleiki er ekki fyrir hendi væri hægt að ráðfæra sig við barnalækni eða barnasálfræðing. 

gangi þér vel

Björn Harðarson

sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.